Innlent

Smit meðal starfs­manna Land­spítala

Sylvía Hall skrifar
Landspítalinn er á hættustigi. 
Landspítalinn er á hættustigi.  VISIR/VILHELM

Kórónuveirusmit hefur komið upp meðal starfsmanna Landspítalans við Hringbraut og munu 130 starfsmenn verða skimaðir vegna þess á morgun. Landspítalinn hefur verið á hættustigi í tæplega tvær vikur.

Á vef Landspítalans segir að viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans fundi daglega og hefur viðbragðsáætlun verið virkjuð. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana eru teknar af viðbragðsstjórn og nefndinni og er starfsfólk hvatt til þess að kynna sér nýjustu ákvarðanir daglega.

„Brýnt er fyrir öllu starfsfólki Landspítala að fylgja nákvæmlega reglum um að viðhalda tveggja metra fjarlægð þegar hægt er, grímuskyldu og tíðri handhreinsun og vera alltaf meðvitað um áhættuna af COVID-19. Þá er sérstaklega brýnt fyrir starfsfólki að gæta sín í kaffistofum og öðrum sameiginlegum rýmum og að gæta að tveggja metra fjarlægð og handhreinsun ef taka þarf maskann niður,“ segir í tilkynningu.

Fjörutíu starfsmenn Landspítala eru nú í einangrun og 49 í svokallaðri sóttkví A. 652 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeilda, þrettán inniliggjandi og þrír á gjörgæslu. Af þeim eru tveir í öndunarvél.


Tengdar fréttir

61 greindist og 39 ekki í sóttkví

61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×