Innlent

Banaslys við Heydalsveg

Birgir Olgeirsson skrifar
Slysið átti sér stað á öðrum tímanum í nótt. 
Slysið átti sér stað á öðrum tímanum í nótt. 

Karlmaður á sextugsaldri lést eftir að bifreið sem hann var í hafnaði utan vegar við Heydalsveg.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi. Slysið átti sér stað á öðrum tímanum í nótt. Bifreiðin hafnaði ofan í á og tókst vegfarendum sem að komu að ná manninum og konu sem einnig var í bifreiðinni, út úr henni.

Endurlífgunartilraunir á manninum báru ekki árangur. Konan var orðin mjög köld en með meðvitund og líklega ekki mikið slösuð. Var hún flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akranesi.

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar slysið og naut aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu við vettvangsrannsókn. Fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa kom einnig á vettvang.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×