Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2020 22:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Sjá meira
Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Sjá meira
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34