Innlent

Allir nem­endur og starfs­fólk Helga­fells­skóla í sótt­kví

Sylvía Hall skrifar
Helgafellsskóli í Mosfellsbæ.
Helgafellsskóli í Mosfellsbæ. Helgafellsskóli

Starfsmaður Helgafellsskóla í Mosfellsbæ greindist í dag með kórónuveirusmit. Öll börn sem ganga í skólann þurfa í sóttkví vegna smitsins sem og aðrir starfsmenn skólans.

Í tölvupósti sem sendur var í dag til foreldra barna í Helgafellsskóla kemur fram að sóttkvíin standi til næsta fimmtudags, eða í sjö daga frá 1. október síðastliðnum. Aðrir á heimili þeirra sem þurfa í sóttkví munu ekki þurfa að fara í sóttkví, en þó þarf fullorðinn einstaklingur að fara í sóttkví með barni ef um ungt barn er að ræða.

Þá munu nemendur og starfsfólk fara í sýnatöku á sjöunda degi sóttkvíar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×