Þverpólitísk sátt um orkumál útiloki ekki ágreiningsmál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2020 19:01 Þórdís Kolbrún kynnti orkustefnu til ársins 2050 í dag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún. Orkumál Alþingi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Orkumál Alþingi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira