Þverpólitísk sátt um orkumál útiloki ekki ágreiningsmál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2020 19:01 Þórdís Kolbrún kynnti orkustefnu til ársins 2050 í dag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún. Orkumál Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Iðnaðarráðherra kynnti í dag nýja orkustefnu til ársins 2050 sem kveður meðal annars á um jafnvægi milli almennings og stórnotenda. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en ráðherra segir það þó ekki útrýma ágreiningi um orkumál. Stefnan inniheldur tólf meginmarkmið sem fjalla um sjálfbæra orkuframtíð. „Þau ramma inn þetta jafnvægi á milli sjálfbærni, umhverfisverndar, að innviðir séu áfallaþolnir og eins sterkir og þeir þurfa að vera. Að orkumarkaður sé virkur og samkeppnishæfur og til að mynda að það sé aðgengi allra landsmanna að þessum auðlindum og innviðum,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. „Svona stefna gerir það auðvitað að verkum að við séum að ganga í takt, að við séum með skýr markmið og alveg sama hvar þú ert staddur í samfélaginu; hvort sem þú ert raforkufyrirtæki, stórnotandi, smánotandi eða í stjórnmálum að við séum svona saman að ganga í takt til að ná fram þessum markmiðum,“ segir hún. Þverpólitísk sátt náðist um stefnuna en allir flokkar áttu fulltrúa í starfshópnum, sem og hagsmunaaðilar og sérfræðingar. „Við erum ekki búin að útrýma ágreiningsmálum með þessari stefnu. En hún er bæði búin að draga saman hvað er mikilvægt að gera og markmiðum sem þarf að ná og hún er búin að sýna fram á þá þætti sem við erum sammála um. Og þeir eru töluvert margir.“ Stefnan verður lögð fyrir Alþingi á næstu vikum. „Svo er spurning með hvaða hætti við tökum saman næstu aðgerðir og áherslur, einmitt á grunni þessarar stefnu og ég vonast til þess að það geti gerst á næstu vikum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Orkumál Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira