Innlent

Þau eru tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar 2020

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þau eru tilnefnd í ár.
Þau eru tilnefnd í ár.

Tíu hafa hlotið tilnefningu sem framúrskarandi ungir Íslendingar árið 2020. JCI á Íslandi veitir verðlaunin árlega en að endingu er einn úr hópi tilnefndra útnefndur verðlaunahafi. 

Auglýst er eftir til­nefn­ing­um á hverju ári og get­ur hver sem er til­nefnt framúrsk­ar­andi ung­an Íslend­ing. Sér­stök dóm­nefnd fer svo yfir til­nefn­ing­ar og vel­ur úr einn verðlauna­hafa.

Þetta árið voru hátt í hundrað ungir Íslendingar tilnefndir til verðlaunanna. Dómnefnd fór svo yfir tilnefningarnar og valdi tíu í lokahópinn. Dómnefndina skipuðu Andrés Jónsson, almannatengill, Guðlaug Birna Björnsdóttir landsforseti JCI, Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur, Ingileif Friðriksdóttir, Katrín Magnúsdóttir framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins GODO og Sigurður Sigurðarson verkefnastjóri hjá Heimili og skólum.

Forseti Íslands er verndari verkefnisins og mun veita verðlaunin.

Eftirfarandi Íslendingar hljóta viðurkenningu í ár:

Anna Þóra Baldursdóttir

-Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Elísabet Brynjarsdóttir

-Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála

Hulda Hjálmarsdóttir

-Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála

Jóna Þórey Pétursdóttir

-Leiðtogar/afrek á sviði menntamála

Már Gunnarsson

-Einstaklingssigrar og/eða afrek

Najlaa Attallah

-Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála

Ninna Pálmadóttir

-Störf /afrek á sviði menningar

Sara Björk Gunnarsdóttir

-Einstaklingssigrar og/eða afrek

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir

-Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði

Þorsteinn Valgeir Einarsson

-Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Einn úr þessum hópi verður valinn framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2020. Stefnt er að því að veita verðlaunin 21. október næst komandi en staðsetning og umfang athafnar tekur mið af stöðu kórónuveirufaraldursins þá stundina. Nánari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur.

Fyrrum vinningshafar eru:

Ingileif Friðriksdóttir

Pétur Halldórsson

Ævar Þór Benediktsson

Tara Ösp Tjörvadóttir

Rakel Garðarsdóttir

Sævar Helgi Bragason

Guðmundur Stefán Gunnarsson



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×