Ekki útlit fyrir margar haustlægðir í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 10:18 Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir en það gæti orðið kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Vísir/Vilhelm Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars. Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars.
Veður Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira