Vilja reisa styttu af Jóni Páli við Jakaból Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2020 07:30 Jón Páll, sem hefði orðið sextugur í apríl fyrr á þessu ári, varð á sínum tíma fyrsti maðurinn til að vinna keppnina um sterkasta mann heims fjórum sinnum. Worlds Strongest Man Hópur úr fjölskyldu kraftlyftinga- og aflraunamannsins Jóns Páls Sigmarssonar hefur óskað eftir heimild hjá til að reisa styttu af Jóni Páli þar sem Jakaból stóð eitt sinn við Þvottalaugarnar í Laugardal. Borgin úthlutaði á sínum tíma umrætt húsnæði, sem var yfirgefið þvottahús, til kraftlyftingamanna eftir að þeir höfðu verið á hrakhólum með æfingaaðstöðu í borginni, og átti Jón Páll eftir að stíga þar sín fyrstu skref í lóðaþjálfun. Bréf frá fjölskyldu Jóns Páls var tekið fyrir á fundi menningar-, íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar á mánudaginn þar sem samþykkt var að óska eftir umsögn Listasafns Reykjavíkur vegna hugmyndarinnar. Tveggja metra stytta Hópurinn útlistar að hugmyndin gangi út á að styttan yrði reist á steyptum ferhyrndum stalli, um tveir metrar á hvorn veg, og um hálfan metra upp úr jörðu. Styttan sjálf yrði úr bronsi og um tveir metrar á hæð. Þá yrði bronsskjöldur á stallinum með stuttu æviágripi um Jón Pál. Í bréfi styttuhópsins segir ennfremur að hópurinn taki fulla ábyrgð á öllum kostnaði og framkvæmdum við að reisa styttuna, sem og viðhaldi hennar. Jón Páll, sem hefði orðið sextugur í apríl fyrr á þessu ári, varð á sínum tíma fyrsti maðurinn til að vinna keppnina um sterkasta mann heims fjórum – árið 1984, 1986, 1988 og 1990. Jón Páll lést fyrir aldur fram árið 1993, 33 ára að aldri. Reykjavík Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Aflraunir Kraftlyftingar Sterkasti maður heims Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Hópur úr fjölskyldu kraftlyftinga- og aflraunamannsins Jóns Páls Sigmarssonar hefur óskað eftir heimild hjá til að reisa styttu af Jóni Páli þar sem Jakaból stóð eitt sinn við Þvottalaugarnar í Laugardal. Borgin úthlutaði á sínum tíma umrætt húsnæði, sem var yfirgefið þvottahús, til kraftlyftingamanna eftir að þeir höfðu verið á hrakhólum með æfingaaðstöðu í borginni, og átti Jón Páll eftir að stíga þar sín fyrstu skref í lóðaþjálfun. Bréf frá fjölskyldu Jóns Páls var tekið fyrir á fundi menningar-, íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar á mánudaginn þar sem samþykkt var að óska eftir umsögn Listasafns Reykjavíkur vegna hugmyndarinnar. Tveggja metra stytta Hópurinn útlistar að hugmyndin gangi út á að styttan yrði reist á steyptum ferhyrndum stalli, um tveir metrar á hvorn veg, og um hálfan metra upp úr jörðu. Styttan sjálf yrði úr bronsi og um tveir metrar á hæð. Þá yrði bronsskjöldur á stallinum með stuttu æviágripi um Jón Pál. Í bréfi styttuhópsins segir ennfremur að hópurinn taki fulla ábyrgð á öllum kostnaði og framkvæmdum við að reisa styttuna, sem og viðhaldi hennar. Jón Páll, sem hefði orðið sextugur í apríl fyrr á þessu ári, varð á sínum tíma fyrsti maðurinn til að vinna keppnina um sterkasta mann heims fjórum – árið 1984, 1986, 1988 og 1990. Jón Páll lést fyrir aldur fram árið 1993, 33 ára að aldri.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Aflraunir Kraftlyftingar Sterkasti maður heims Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira