Lífið

Svalirnar hjá Hafsteini og Ólafi minna á sumarbústað

Stefán Árni Pálsson skrifar
download

Heitir pottar eru ekki lengur bara lúxus fyrir þá sem eiga garð eða pall eða sumarbústað. Nú er hægt að setja heitan pott á svalirnar.

Vala Matt hitti þá Hafstein E. Hafsteinsson og Ólaf Helga Halldórsson í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en þeir hafa innréttað svalirnar sínar með sófasetti, borðstofuborði, grilli og svo núna í sumar komu þeir fyrir stórum heitum potti sem hægt er svo að pakka saman.

Hafsteinn og Ólafur eru búsettir í fjölbýlishúsi í Kópavogi og eiga saman tvö börn. Svalirnar eru í raun einskonar sumarbústaður fyrir fjölskylduna, enda er þar allt sem minnir á sumarbústað.

„Við keyptum hér í Kópavoginum fyrir nokkrum árum og með íbúðinni fylgdi 25 fermetra yfirbyggðar svalir með útsýni yfir allan heiminn liggur við,“ segir Hafsteinn.

Alltaf mikið fjör á svölunum hjá fjölskyldunni.

„Við ákváðum að innrétta þær með sófa, borðstofuborði og núna nýlega í sumar bættum við við heitum potti. Potturinn er í raun rafmagnshitaður og þú getur hoppað í hann hvenær sem þú vilt og notið þess að vera úti. Krakkarnir geta buslað og leikið sér.“

Þeir segja báðir að rýmið minni óneitanlega á sumarbústað. Hafsteinn og Ólafur eiga saman tvö börn, einn dreng og eina stúlku.

„Við eigum strák saman sem við eignuðumst með vinkonu okkar og hann er tveggja og hálfs árs gamall í dag. Við skiptum honum bróðurlega á milli okkar og er hann hjá okkur fimmtíu prósent af tímanum. Við erum bara ein lítil fjölskylda sem vinnur þetta saman. Svo erum við með eina litla prinsessu sem er hjá okkur sem fósturbarn,“ segir Hafsteinn en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.