Innlent

Fimm skipverjar með Covid-19 einkenni á leið í land

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Von er á togara inn til Seyðisfjarðar í kvöld þar sem fimm skipverjar hafa fundið til einkenna sem svipar mjög til COVID-19.
Von er á togara inn til Seyðisfjarðar í kvöld þar sem fimm skipverjar hafa fundið til einkenna sem svipar mjög til COVID-19. Vísir/vilhelm

Í kvöld er von á togara til Seyðisfjarðar en fimm skipverjar um borð hafa fundið til einkenna sem svipar mjög til covid-19.

Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Austurlands undirbýr móttöku skipverjanna með tilliti til þess. Skipverjarnir fara í sýnatöku við komuna til Seyðisfjarðar og fara í sóttkví þar til svör úr sýnatöku fást.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn Lögreglunnar á Austurlandi en þar segir einnig að niðurstöður sýnatöku ættu að liggja fyrir seinnipart dags á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×