Mætti fresta Rúmeníuleiknum fram í júní Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2020 08:01 Þó að það sé ekki líklegt er mögulegt að strákarnir okkar rökræði við íslenskan dómara í leiknum við Rúmeníu. Vísir/Hulda Margrét Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara. EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Sjá meira
Leik Íslands og Rúmeníu hefur tvívegis verið frestað og ef að upp koma frekari kórónuveiruvandamál gæti leiknum verið frestað fram á næsta sumar. Að óbreyttu mætast Ísland og Rúmenía á Laugardalsvelli eftir viku, 8. október. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í mars síðastliðnum. Sigurliðið mun svo mæta sigurvegara leiks Búlgaríu og Ungverjalands, á útivelli þann 12. nóvember, í úrslitaleik um sæti á EM. Nóg að þrettán leikmenn séu til taks Framkvæmdanefnd UEFA tilkynnti á dögunum um sérstakar kórónuveirureglur vegna umspilsleikjanna. Þar segir að til að leikur fari fram þurfi hvort lið aðeins að hafa 13 leikmenn til taks (þar af einn markmann), fari svo að hluti leikmannahóps sé skikkaður í sóttkví af yfirvöldum í viðkomandi landi. Ef að ekki tekst að tefla fram 13 leikmönnum verður hægt að fresta leik. Þetta er öfugt við það sem verið hefur í Evrópukeppnum félagsliða í haust þar sem lið hafa getað tapað 3-0 án þess að spila. Þar hafa liðin verið ábyrg fyrir því að leikmenn sínir lendi ekki í sóttkví og heimalið ábyrgt fyrir því að gestalið megi yfir höfuð koma inn í landið að því gefnu að enginn sé smitaður. Dómari frá Íslandi á Laugardalsvelli? UEFA segir að hægt verði að fresta umspilsleikjum alveg fram í landsleikjagluggann frá 31. maí til 8. júní næsta sumar, gerist þess þörf. Hafa má í huga að EM hefst 11. júní. Fyrsti leikur í dauðariðlinum sem Ísland myndi lenda í, með Frakklandi, Þýskalandi og Portúgal, er 15. júní. UEFA áskilur sér einnig rétt til að færa umspilsleik til annars lands gerist þess þörf. Loks kemur einnig fram í reglum UEFA um umspilsleikina að fari svo að meðlimur úr dómarateymi leiks greinist með kórónuveiruna geti UEFA fyllt í skarðið með dómara frá heimaþjóðinni, jafnvel dómara sem ekki sé á lista FIFA yfir alþjóðlega dómara.
EM 2020 í fótbolta UEFA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Sjá meira