Kannar grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 12:01 Andrés Ingi Jónsson hefur starfað sem óháður þingmaður frá því í nóvember í fyrra. Hann segist ekki finna sig í neinum flokki og kannar nú grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki, með áherslu á umhverfis- og jafnréttismál. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira