Innlent

„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“

Sylvía Hall skrifar
Rósa Björk sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í dag.
Rósa Björk sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar, sem leidd er af flokknum, hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá henni.

Fyrr í dag tilkynnti Rósa Björk að hún hafði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Rósa, sem studdi ekki ríkisstjórnarsamstarfið þegar ríkisstjórnin var mynduð, segist ósátt með hversu lítið hefur verið gert í málaflokki hælisleitenda undanfarin ár.

„Ég fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi,“ sagði Rósa Björk í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir ljóst að almenningur láti sig þessi mál varða og þá sérstaklega þegar kemur að barnafjölskyldum og börnum sem fest hafa rætur hér á landi.

Hún vildi ekki gefa neitt upp varðandi hvort hún hygðist ganga til liðs við annan flokk á þingi fyrir kosningarnar næsta haust. Nú ætlaði hún að stefna að því að vinna áfram að góðum málum á þinginu fram að kosningum.


Tengdar fréttir

Engar ábendingar um dvalarstað fjölskyldunnar

Formleg leit er enn ekki hafin að Khedr-fjölskyldunni sem stóð til að vísa úr landi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra er verið að meta næstu skref. Yfirvöld vita enn ekki hvar þau eru niðurkomin og ekki hafa borist ábendingar um dvalarstað þeirra.

Hundruð mótmæla á Austurvelli

Nokkur hundruð manns eru saman komin á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla brottvísun egypsku Kehdr-fjölskyldunnar sem fyrirhuguð er í fyrramálið. Fjölskyldan hefur sótt um hæli hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×