Fótbolti

Gott gengi Esjberg heldur áfram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur þekkir vel til eftir að hafa þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. Hér er hann á hliðarlínunni hjá síðarnefnda liðinu.
Ólafur þekkir vel til eftir að hafa þjálfað Nordsjælland og Randers þar í landi. Hér er hann á hliðarlínunni hjá síðarnefnda liðinu. Lars Ronbog/Getty Images

Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar unnu einn leikinn í dönsku B-deildinni í kvöld. Liðið lagði Fremad Amager á útivelli, lokatölur 3-2. 

Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og komust 2-0 yfir á fyrstu 17 mínútum leiksins. Heimamenn minnkuðu muninn á þeirri 24. og jöfnuðu svo metin í síðari hálfleik. Jakob Ankersen tryggði Esjberg sigurinn þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Liðið er sem stendur á toppi dönsku B-deildarinnar með 12 stig þegar fimm umferðum er lokið. Liðið hefur unnið fjóra leiki og tapað einum.

Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahóp Esjberg í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×