Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 11:38 Um tíu prósentum gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Talið er að Zhenhua Data Information noti gervigreind til að safna upplýsingum um fólk af netinu og flokka þær. Vísir/Getty Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson. Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson.
Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira