Innlent

Þrjú íslensk skip kærð fyrir ólöglegar veiðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá aðgerðum Landhelgisgæslunnar.
Frá aðgerðum Landhelgisgæslunnar. LHG

Í liðinni viku voru þrjú íslensk fiskiskip staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni. Svo segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Á þriðjudagskvöld hafi varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar orðið varir við að fiskiskip væri á togferð innan lokaðs hólfs þar sem ekki er heimilt að veiða með fiskibotnvörpu.

Skipstjórinn sagðist ekki hafa vitað af lokuninni og var varðskipið Týr sent á staðinn. Eftirlitsmenn varðskipsins fóru um borð þegar skipið kom til hafnar og framkvæmdu rannsókn.

Varðstjórar í stjórnstöð urðu einnig áskynja um meintar ólöglegar veiðar tveggja fiskiskipa til viðbótar. Landhelgisgæslan hafði samband við bæði skipin sem voru einnig innan lokaðra svæða. 

Öll málin verða kærð til lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×