Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Maður fær ekki allt sem maður vill í dómgæslu

Andri Már Eggertsson skrifar
Óskar Hrafn.
Óskar Hrafn. vísir/bára

Háspennuleikur Vals og Breiðabliks endaði með 1-1 jafntefli á Origo vellinum. Breiðablik komst yfir með marki frá Róberti Orra Þorkelssyni en undir lok leiks jafnaði Birkir Már með vafasömu marki.

„Það væri hrokafullt að segja að þetta séu tvö töpuðu stig þegar maður mætir liði sem hefur unnið 10 leiki í röð og er búið að rúlla upp þessari deild meðal annars pakkað saman Stjörnunni á síðustu dögum en auðvitað er maður svekktur miðað við hvernig þetta þróaðist,” sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks í leikslok.

„Ég var ánægður með spilamennskuna þó vantaði smá brodd á síðasta þriðjung sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum góðir varnarlega og náðum að stoppa Birki Má og Valgeir þegar allir leikmenn fengu að vera inná vellinum,” sagði Óskar Hrafn ánægður með spilamennsku liðsins.

Davíð Ingvarsson fékk að líta rauða spjaldið þegar hann tæklaði Hauk Pál Sigurðsson í seinni hálfleik.

„Ég veit það ekki, mér fannst óþarfi að reka bæði Valgeir Lundal og Davíð af velli þar sem mér fannst leikurinn átt að klárast með 22 leikmenn inná vellinu en maður fær ekki allt sem maður vill.”

Markið sem Valur skoraði var mjög umdeilt og fannst Blikunum það ekki átt að standa.

„Aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu sem Damir sér og vandar sig lítið við að þruma boltanum útaf vellinum, Villhjálmur Alvar hunsar þá aðstoðardómarann og upp úr því kemur jöfnunar markið,” sagði Óskar en benti á að menn hefðu átt að vera á tánum og standa vörnina en í staðinn gleymdu þeir sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×