Fótbolti

Alfons hafði betur í Íslendingaslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfons Nettevisen

Þrír íslenskir knattspyrnumenn komu við sögu í síðasta leik dagsins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem Bodo/Glimt fékk Valerenga í heimsókn.

Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodo/Glimt og Viðar Örn Kjartansson leiddi sóknarlínu Valerenga en Matthías Vilhjálmsson hóf leik á varamannabekk Valerenga og kom inná síðasta stundarfjórðunginn.

Bodo/Glimt er langbesta lið Noregs um þessar mundir og þeir komust í 2-0 fyrir leikhlé með mörkum Kasper Junker og Philip Zinckernagel.

Ungstirnið Jens Petter Hauge fékk kjörið tækifæri til að koma Bodo/Glimt í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks en honum brást bogalistin af vítapunktinum

Fleiri urðu mörkin ekki þó Marius Lode í liði Bodo/Glimt hafi fengið að líta rauða spjaldið á 66.mínútu. Lokatölur 2-0 fyrir Bodo/Glimt sem hefur 18 stiga forystu á toppi deildarinnar og er enn taplaust eftir 19 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×