Fótbolti

Arnór Ingvi og félagar í toppmálum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Ingvi Malmö.jfif

Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn voru að ljúka sínum verkefnum þessa helgina.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn þegar Norrköping vann mikilvægan 1-2 sigur á Djurgarden í toppbaráttuslag en með sigrinum styrktu Ísak og félagar stöðu sína í 2.sæti deildarinnar.

Á sama tíma vann topplið Malmö öruggan 3-0 sigur á Hacken þar sem Arnór Ingvi lék 88 mínútur en Arnór og félagar hafa átta stiga forystu á toppi deildarinnar. Óskar Sverrisson lék allan leikinn í vinstri bakverðinum hjá Hacken.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann og Arnór Sigurðsson síðasta stundarfjórðunginn þegar CSKA Moskva beið lægri hlut fyrir Lokomotiv Moskvu, 0-1.

Í Danmörku lék Ragnar Sigurðsson allan leikinn í hjarta varnarinnar FCK þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Vejle á sama tíma og Bröndby vann 2-1 sigur á Horsens en þar var Hjörtur Hermannsson allan tímann á varamannabekknum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.