Fótbolti

Héldu sigurgöngunni áfram án Zlatan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brahim Diaz.
Brahim Diaz. vísir/Getty

AC Milan heimsótti Crotone í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og héldu uppteknum hætti frá því í fyrstu umferð þó Zlatan Ibrahimovic hafi ekki notið við en hann er með kórónuveiruna og sat því heima í dag.

Á lokamínútu fyrri hálfleiks fengu AC Milan vítaspyrnu. Á vítapunktinn steig Franck Kessie og hann skoraði örugglega. 

Strax í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Brahim Diaz forystuna en hann gekk í raðir AC Milan frá Real Madrid í sumar.

Lokatölur 0-2 fyrir AC Milan sem eru sömu úrslit og þeir náðu í fyrstu umferð. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.