Fótbolti

Glódís hélt hreinu, Rúnar í sigurliði og Sveinn spilaði sinn fyrsta leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís í leik með Rosengård.
Glódís í leik með Rosengård. vísir/getty

Amanda Andradóttir byrjaði á varamannabekknum er Nordsjælland steinlá fyrir Fortuna Hjorring 5-1 í dönsku úrvalsdeildinni. Farum-liðið með ellefu stig eftir átta leiki í 6. sætinu.

AGF vann 4-2 sigur á SönderjyskE. Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF en var tekinn af velli á 63. mínútu. AGF er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leikina.

Aron Elís Þrándarson og Sveinn Aron Guðjohnsen voru báðir á bekknum hjá OB en komu inn á. Aron þegar stundarfjórðungur var eftir og Sveinn á 84. mínútu. OB er með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Astana er liðið vann 3-0 sigur á Zhetysu Taldykorgan. Astan aí öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Almaty sem er á toppnum.

Rosengård gerði markalaust jafntefli við Umeå á heimavelli. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir toppliðið sem er með einu stigi meira en Gautaborg á toppnum.

Sandra María Jessen spilaði allan leikinn fyrir Bayer Leverkusen sem 2-0 fyrir Potsdam í Þýskalandi. Leverkusen er með fimm sig eftir þrjár umferðir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.