Innlent

Einn í öndunarvél með Covid-19

Kjartan Kjartansson skrifar
Covid-sjúklingum á Landspítalanum fjölgar um tvo á milli daga.
Covid-sjúklingum á Landspítalanum fjölgar um tvo á milli daga. Vísir/Egill

Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn í öndunarvél á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Tugir manna hafa greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar daglega undanfarna daga.

Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu.

Samkvæmt nýjustu tölum almannavarna og landlæknis eru nú 455 manns í einangrun. Þá fjölgaði fólki í sóttkví um 115 manns í gær og er það nú 1.895 manns. Auk þess eru 1.614 manns í skimunarsóttkví.

Þriðja bylgja kórónveirufaraldursins hófst hér á landi upp úr miðjum september. Fóru dagleg smit þá úr því að vera teljandi á fingrum annarrar eða beggja handa í að hlaupa á nokkrum tugum. Mest greindust 75 smitaðir á einum degi 18. september. Undanfarna ellefu daga hafa rétt tæplega 400 manns greinst smitaðir af veirunni innanlands.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga

Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×