Fótbolti

Inter hafði betur eftir ótrúlegan sjö marka leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
FC Internazionale v ACF Fiorentina - Serie A MILAN, ITALY - SEPTEMBER 26: Nicolo Barella of FC Internazionale competes for the ball with Franck Ribery of ACF Fiorentinaduring the Serie A match between FC Internazionale and ACF Fiorentina at Stadio Giuseppe Meazza on September 26, 2020 in Milan, Italy. (Photo by Claudio Villa - Inter/Inter via Getty Images)
FC Internazionale v ACF Fiorentina - Serie A MILAN, ITALY - SEPTEMBER 26: Nicolo Barella of FC Internazionale competes for the ball with Franck Ribery of ACF Fiorentinaduring the Serie A match between FC Internazionale and ACF Fiorentina at Stadio Giuseppe Meazza on September 26, 2020 in Milan, Italy. (Photo by Claudio Villa - Inter/Inter via Getty Images) vísir/Getty

Inter Milan og Fiorentina buðu upp á frábæra skemmtun á Giuseppe Meazza leikvangnum í kvöld í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Christian Kouame kom gestunum yfir strax á 3.mínútu en Lautaro Martinez sá til þess að liðin færu með jafna stöðu í leikhléið, 1-1. 

Í síðari hálfleik hófst fjörið fyrir alvöru. Sjálfsmark Federico Checcerini á 52.mínútu kom Inter í forystu en Gaeatano Castrovilli og Federico Chiesa komu gestunum aftur í forystu með tveimur mörkum með stuttu millibili eftir um klukkutíma leik.

Inter reyndi hvað þeir gátu að jafna metin og það bar loks árangur á 87.mínútu þegar Romelu Lukaku batt endahnútinn á góða sókn þar sem Alexis Sanchez og Achraf Hakimi gerðu vel.

Sanchez lagði svo upp sigurmark Danilo D´Ambrosio á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 4-3 fyrir Inter.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.