Fótbolti

Toppbaráttan harðnar í Lengjudeildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stórskotalið Eyjamanna er sex stigum frá 2.sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af Lengjudeildinni.
Stórskotalið Eyjamanna er sex stigum frá 2.sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af Lengjudeildinni. mynd/@ibv.fc

Fjórum leikjum er nýlokið í Lengjudeild karla í fótbolta og þó haustveður hafi sett svip sinn á nokkra af leikjum dagsins var fullt af mörkum skoruð.

Á Akureyri vann Fram sterkan sigur á Þórsurum 0-2 þar sem Alexander Már Þorláksson og Fred sáu um markaskorun. Á sama tíma vann Leiknir R. öruggan heimasigur á Aftureldingu, 3-0, en Reykjavíkurliðin Leiknir og Fram eru bæði með 36 stig í 2. og 3.sæti deildarinnar.

Sex stigum á eftir þeim er ÍBV sem vann einnig í dag því Eyjamenn gerðu góða ferð í Laugardalinn og unnu 0-3 sigur. 

Á Reyðarfirði vann Víkingur Ólafsvík 2-4 sigur á Leikni F. í fallbaráttuslag en Ólafsvíkingar eru nú nánast öruggir með sæti sitt í deildinni eftir þennan sigur. Alls fóru fjögur rauð spjöld á loft í leiknum.

Smelltu hér til að skoða stöðuna í Lengjudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×