Fótbolti

Þriðji sigurinn í fjórum leikjum hjá Ólafi og ís­lenskur stór­sigur í Katar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar var með fyrirliðabandið hjá Al Arabi í dag.
Aron Einar var með fyrirliðabandið hjá Al Arabi í dag. vísir/al arabi

Esbjerg er með níu stig eftir fjórar umferðirnar í dönsku B-deildinni og það var íslenskur sigur í bikarnum í Katar.

Ólafur Kristjánsson byrjar vel með Elfsborg en liðið vann í kvöld Helsingor 3-1.

Fyrir leikinn í kvöld hafði Helsingor fyrstu þrjá leikina en liðin eru nú jöfn í efstu sætunum tveimur.

Andri Rúnar Bjarnason byrjaði á bekknum hjá Elfsborg.

Tobias Thomsen var á skotskónum fyrir Hvidovre sem tapaði 2-1 fyrir Hobro en Hvidovre er á botninum án stiga.

Al Arabi vann 5-1 sigur á Al Ahli Doha í katarska bikarnum. Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði og með fyrirliðabandið hjá Al Arabi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.