Innlent

Snarpur jarðskjálfti við Grímsey

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jarðskjálftinn varð um 12 kílómetra norðaustan af Grímsey.
Jarðskjálftinn varð um 12 kílómetra norðaustan af Grímsey. Veðurstofan

Snarpur jarðskjálfti varð í dag klukkan 11:33 um 12 kílómetra norðaustur af Grímsey. Skjálftinn var 3,7 að stærð og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið. Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist.

Almannavarnadeild minnir fólk sem býr á þekktum skjálftasvæðum að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×