Ekki megi mikið út af bregða til að fá veldisvöxt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 12:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti. Hann hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir og að smitum færi fækkandi en greinilegt sé að ekki megi mikið út af bregða til þess að fá veldisvöxt. Alls greindust 45 innanlands með veiruna í gær og var meirihluti þeirra í sóttkví. Aðspurður hvort þetta sé í takt við það sem búast mátti við segir Þórólfur að bent hafi verið á að það geti tekið svolítinn að ná alveg tökum á faraldrinum nú. „Eins og staðan er núna þá er faraldurinn í línulegum vexti, hann er ekki í veldisvexti en við hefðum náttúrulega gjarnan viljað vera búin að ná toppi og ná fækkun. Það er greinilegt að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum veldisvöxt í þetta. En það sem er þó jákvætt að það eru yfir 60% þeirra sem greindust í gær sem eru í sóttkví við greiningu og við erum með rúmlega 2000 manns í sóttkví. Það er náttúrulega hópur sem er í stórri áhættu að hafa sýkst og það er jákvætt,“ segir Þórólfur. Vilja alls ekki sjá fjölgun smita í þeim hópi sem er utan við sóttkví Hann segir að því megi búast við því sjá ákveðinn fjölda veikra eða sýktra í hópi þeirra sem eru í sóttkví. „En við myndum alls ekki vilja fara að sjá einhverja aukningu í hópnum sem er utan við sóttkví. Ef það er þá erum við að missa þetta yfir í mikla samfélagslega útbreiðslu og það er áhyggjuefni,“ segir Þórólfur. Hann segir að alltaf séu einhverjar sveiflur á milli daga og undanfarið hafi þeir sem hafa verið í sóttkví við greiningu verið í minnihluta. Vonandi sé það merki um að þetta sé að breytast að meirihlutinn í gær hafi verið í sóttkví. „En þetta er svolítið að vega salt núna hvað fer að gerast,“ segir Þórólfur. Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að hann hefði lagt til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að núverandi samkomutakmarkanir, sem falla úr gildi á sunnudag, verði framlengdar. Þá leggur hann líka til að barir og skemmtistaðir opni á ný eftir helgi. Samkomutakmarkanir kveða á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Harðari aðgerðir mögulegar ef ástandið versnar Aðspurður hvort það sé þá enn hans mat að þessar aðgerðir sem eru í gangi núna skili árangri bendir hann aftur á línulegan vöxt faraldursins. „Ég myndi segja að þetta væri að vega salt dálítið, hvort að við teljum að þetta sé ásættanlegt eða ekki. Við höfum verið að reyna að beita eins lítið íþyngjandi aðgerðum eins og mögulegt er, reynt að beita markvissum aðgerðum á það sem er að gerast frekar en að beita íþyngjandi aðgerðum yfir allt samfélagið. En ef að þetta er ekki að duga og manni sýnist að annað hvort sé ekki að nást árangur eða þetta sé eitthvað að versna, þá þarf að grípa til harðari og víðtækari fyrir allt samfélagið,“ segir Þórólfur og vísar í þær aðgerðir sem voru í gangi í vetur og vor þegar ýmissi þjónustu var gert að loka og mun færri máttu koma saman en nú er. „Þá getur vel verið að ég þurfi að koma með tillögur um slíkt til ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun. Þetta yrði mjög mikið áfall ef það þyrfti að gera eitthvað svona og yrði ekki gott fyrir samfélagið ef það væri gert. En ég myndi segja að á þessum tíma erum við svolítið að vega salt í þessu og það þarf ekki mikið út af að bregða til þess að tillögur komi um slíkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að kórónuveirufaraldurinn sé nú í línulegum vexti hér á landi en ekki veldisvexti. Hann hefði gjarnan viljað að faraldurinn væri búinn ná toppi í bylgjunni sem nú gengur yfir og að smitum færi fækkandi en greinilegt sé að ekki megi mikið út af bregða til þess að fá veldisvöxt. Alls greindust 45 innanlands með veiruna í gær og var meirihluti þeirra í sóttkví. Aðspurður hvort þetta sé í takt við það sem búast mátti við segir Þórólfur að bent hafi verið á að það geti tekið svolítinn að ná alveg tökum á faraldrinum nú. „Eins og staðan er núna þá er faraldurinn í línulegum vexti, hann er ekki í veldisvexti en við hefðum náttúrulega gjarnan viljað vera búin að ná toppi og ná fækkun. Það er greinilegt að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við fáum veldisvöxt í þetta. En það sem er þó jákvætt að það eru yfir 60% þeirra sem greindust í gær sem eru í sóttkví við greiningu og við erum með rúmlega 2000 manns í sóttkví. Það er náttúrulega hópur sem er í stórri áhættu að hafa sýkst og það er jákvætt,“ segir Þórólfur. Vilja alls ekki sjá fjölgun smita í þeim hópi sem er utan við sóttkví Hann segir að því megi búast við því sjá ákveðinn fjölda veikra eða sýktra í hópi þeirra sem eru í sóttkví. „En við myndum alls ekki vilja fara að sjá einhverja aukningu í hópnum sem er utan við sóttkví. Ef það er þá erum við að missa þetta yfir í mikla samfélagslega útbreiðslu og það er áhyggjuefni,“ segir Þórólfur. Hann segir að alltaf séu einhverjar sveiflur á milli daga og undanfarið hafi þeir sem hafa verið í sóttkví við greiningu verið í minnihluta. Vonandi sé það merki um að þetta sé að breytast að meirihlutinn í gær hafi verið í sóttkví. „En þetta er svolítið að vega salt núna hvað fer að gerast,“ segir Þórólfur. Greint var frá því á upplýsingafundi í gær að hann hefði lagt til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að núverandi samkomutakmarkanir, sem falla úr gildi á sunnudag, verði framlengdar. Þá leggur hann líka til að barir og skemmtistaðir opni á ný eftir helgi. Samkomutakmarkanir kveða á um eins metra nándarreglu og að ekki megi fleiri en 200 manns koma saman. Harðari aðgerðir mögulegar ef ástandið versnar Aðspurður hvort það sé þá enn hans mat að þessar aðgerðir sem eru í gangi núna skili árangri bendir hann aftur á línulegan vöxt faraldursins. „Ég myndi segja að þetta væri að vega salt dálítið, hvort að við teljum að þetta sé ásættanlegt eða ekki. Við höfum verið að reyna að beita eins lítið íþyngjandi aðgerðum eins og mögulegt er, reynt að beita markvissum aðgerðum á það sem er að gerast frekar en að beita íþyngjandi aðgerðum yfir allt samfélagið. En ef að þetta er ekki að duga og manni sýnist að annað hvort sé ekki að nást árangur eða þetta sé eitthvað að versna, þá þarf að grípa til harðari og víðtækari fyrir allt samfélagið,“ segir Þórólfur og vísar í þær aðgerðir sem voru í gangi í vetur og vor þegar ýmissi þjónustu var gert að loka og mun færri máttu koma saman en nú er. „Þá getur vel verið að ég þurfi að koma með tillögur um slíkt til ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun. Þetta yrði mjög mikið áfall ef það þyrfti að gera eitthvað svona og yrði ekki gott fyrir samfélagið ef það væri gert. En ég myndi segja að á þessum tíma erum við svolítið að vega salt í þessu og það þarf ekki mikið út af að bregða til þess að tillögur komi um slíkt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira