Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 11:08 Mikill viðbúnaður lögreglu og hers var í París vegna árásarinnar. AP/Thibault Camus Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært tvo með hnífi alvarlega nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Tilefni árásanna liggur ekki fyrir og ekki er vitað hvort það tengist blaðinu en þær eru nú rannsakaðar sem hryðjuverk. Upphaflega var talið að tveir árásarmenn hefðu verið á ferðinni en lögregla segir nú að maðurinn hafi verið einn á ferð. Hann var handtekinn nærri Bastillutorginu í austanverðri París, að sögn AP-fréttastofunnar. Í fyrstu sagði lögregla að fjórir væru særðir en nú segir hún aðeins staðfest að tveir hafi særst. Lögreglan skýrði ekki í hverju misræmið frá fyrri yfirlýsingum fælist. Þeir særðu eru starfsmenn heimilidarmyndaframleiðslufyrirtækis. Vitni segir AP að það hafi séð mann á fertugs- eða fimmtugsaldri með öxi sem gekk blóði drifinn á eftir öðru fórnarlambinu. Svæði í kringum fyrri skrifstofur dagblaðsins var girt af með lögregluborða eftir árásirnar vegna tilkynningar um grunsamlegan pakka í nágrenninu. Reuters-fréttastofan segir að eggvopn hafi fundist á vettvangi. Heimildirmenn hennar innan lögreglunnar lýsi því ýmist sem sveðju eða kjötöxi. Tólf manns féllu þegar íslamskir öfgamenn réðust á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhameð spámanni sem reittu öfgamennina til reiði. Blaðið flutti skrifstofur sínar eftir árásina. New York Times segir að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi nýlega hótað Charlie Hebdo eftir að blaðið ákvaða að birta aftur skopmyndir af spámanninum þegar réttarhöld yfir mönnum sem eru sakaðir um að hafa aðstoðað árásarmennina hófust. Réttarhöldin yfir fjórtán sakborningum standa nú yfir annars staðar í borginni. Ekkjur hryðjuverkamannanna eiga að gefa skýrslu fyrir dómnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira