Innlent

Datt af rafskutlu og fluttur á sjúkrahús

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var fluttur á slysadeild.
Maðurinn var fluttur á slysadeild. Vísir/vilhelm

Ökumaður rafskutlu féll af farartæki sínu skömmu eftir miðnætti í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Maðurinn hlaut áverka í andliti og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er greint frekar frá líðan mannsins í dagbók lögreglu.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í nótt, ýmist vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna eða aksturs án ökuréttinda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.