Fótbolti

Ragnar, Hólmar og Arnór á­fram | Al­fons fékk ekki að mæta Zlatan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfons í bakgrunni í baráttunni við hinn rándýra Theo Hernandez.
Alfons í bakgrunni í baráttunni við hinn rándýra Theo Hernandez. vísir/getty

Þrjú Íslendingalið; Malmö, FCK og Rosenborg eru komin í fjórðu umferð Evrópudeildarinnar eftir sigra í kvöld.

Ragnar Sigurðsson spilaði í rúman klukkutíma er FCK vann 3-0 sigur á pólska liðinu Piast Gliwice á heimavelli.

Malmö rúllaði yfir NK Lokomotiva á heimavelli og skoruðu að endingu fimm mörk gegn engu. Arnór Ingvi Traustason var ónotaður varamaður.

Hólmar Örn Eyjólfsson stóð í ströngu í vörn Rosenborg er norska liðið sló út tyrkneska félagið Alanyaspor. Lokatölur 1-0.

Alfons Sampsted spilaði í 83 mínútur fyrir Bodo/Glimt sem féll út eftir ótrúlega baráttu á San Siro gegn AC Milan. Lokatölur 3-2.

Þeir norsku komust yfir í leiknum en Mílanóliðið skoraði þá þrjú mörk. Jens Hauge minnkaði muninn fyrir Bodo en nær komust þeir ekki.

Það var enginn Zlatan Ibrahimovic í liði AC Milan því fyrr í dag greindist hann með kórónuveiruna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.