Innlent

Kennarar og nemendur Grunnskóla Hornafjarðar í úrvinnslusóttkví vegna smits

Samúel Karl Ólason skrifar
Allir nemendur skólans og starfsfólk eru í úrvinnslusóttkví og er verið að vinna að smitrakningu.
Allir nemendur skólans og starfsfólk eru í úrvinnslusóttkví og er verið að vinna að smitrakningu. Vísir/Vilhelm

Grunnskóla Hornafjarðar hefur verið lokað fram að helgi eftir að kennari við skólann greindist smitaður af Covid-19. Allir nemendur skólans og starfsfólk eru í úrvinnslusóttkví og er verið að vinna að smitrakningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matthildi Ásmundardóttur, bæjarstjóra, á vef Hornafjarðar.

Í tilkynningunni segir hún að þetta hafi töluverð áhrif á samfélagið í heild og mikilvægt sé að málið sé tekið föstum tökum.

„Það er mikilvægt að íbúar haldi ró sinni og vinni með skólastjórnendum og sóttvarnalækni,“ segir í tilkynningu Matthildar.

Í samtali við fréttastofu segir Matthildur að staðan muni vonandi skýrast á morgun með smitrakningu. Þó sé von á því sé á að einhverjir kennarar þurfi í sóttkví og að það gæti haft áhrif á starfsemi skólans og hún yrði skert fram á miðja næstu viku. Reynt verði þó að þjónusta yngstu börn skólans.

„Svo kemst þetta vonandi í lag seinni partinn í næstu viku,“ segir Matthildur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.