Erlent

Lést af völdum ó­hóf­legs lakkrís­áts

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkrum vikum fyrir andlátið hafði maðurinn skipt um þá lakkrístegund sem hann neytti í miklu óhófi, úr rauðum í svartan.
Nokkrum vikum fyrir andlátið hafði maðurinn skipt um þá lakkrístegund sem hann neytti í miklu óhófi, úr rauðum í svartan. Getty

Læknar í Bandaríkjunum segja að byggingaverkamaður í Massachusetts hafi látist af völdum óhóflegs lakkrísáts.

BBC segir frá því að maðurinn, sem var 54 ára, hafi borðað um einn og hálfan pakka af lakkrís á dag. Hann hafi ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann hafi skyndilega fengið hjartastopp á skyndibitastað.

Mál mannsins er til umfjöllunar í fræðigrein í New England Journal of Medicine þar sem fram kemur að glýsyrrisínsýran í lakkrísnum hafi verið um að kenna.

„Okkur var sagt að mararæði sjúklingsins hafi verið slæmt og að hann hafi borðað mikið magn sælgætis. Má vera að veikindi hans megi rekja til sælgætisneyslunnar,“ spyr Dr Elazer R Edelman sem fór fyrir hópi greinarhöfunda. 

Edelman segir að glýsyrrisínsýran gæti vel hafa valdið háþrýstingi, kalíumskorti, blóðlýtingu, hjartsláttartruflunum og nýrnabilunum. Allt voru þetta einkenni í sjúklingnum.

Einnig kemur fram að hinn látni hafi, nokkrum vikum fyrir andlátið, skipt um þá lakkrístegund sem hann neytti í miklu óhófi, úr rauðum í svartan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×