Innlent

Tveir greindust með veiruna í Stykkishólmi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hópsýking kom upp í Stykkishólmi og voru 40 bæjarbúar skimaðir í gær.
Hópsýking kom upp í Stykkishólmi og voru 40 bæjarbúar skimaðir í gær. Vísir/Jói K.

Tveir greindust með kórónuveirusmit í Stykkishólmi í gær og eru því níu manns í einangrun í bænum.

40 bæjarbúar voru skimaðir í gær eftir að sjö greindust með veiruna. Enginn hinna sjö var í sóttkví en þeir tveir sem greindust í gær voru í sóttkví að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV.

Rætt var við Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóra í Stykkishólmi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Hann sagði að gripið hefði verið til ýmissa aðgerða í bænum vegna hópsýkingarinnar.

„Við lokuðum strax dvalarheimilinu, eða hjúkrunarheimilinu hér í Stykkishólmi strax á þriðjudaginn, við höfum farið í endurskipulagningu á stofnunum bæjarins, þá grunnskólum, leikskólum með hópaskiptingar. Við lokuðum á gesti í ráðhúsi og annað þannig að þetta eru þessar helstu aðgerðir sem að við höfum gripið til og erum að vinna eftir okkar viðbragðsáætlun því að við gátum alltaf búist við því að svona staða kæmi upp,“ sagði Jakob.

Í Facebook-færslu lögreglunnar á Vesturlandi sem birt var skömmu eftir hádegi kemur fram að 23 séu í sóttkví á Stykkishólmi. Alls eru 99 í sóttkví á Vesturlandi, flestir á Akranesi eða 52, eftir að smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarstöð í bænum.

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Thursday, September 24, 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.