Setti sér markmið að komast í byrjunarlið landsliðsins fyrir ári síðan og náði því Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2020 08:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á ferðinni gegn Lettlandi fyrir viku þar sem hún var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins. vísir/vilhelm Fyrir ári setti Karólínu Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sér markmið að komast í byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún náði því en Karólína var í byrjunarliði Íslands í leikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu. Í gær setti faðir Karólínu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, inn færslu á Twitter þar sem hann deildi markmiði sem dóttir hans setti sér í íþróttasálfræði í Flensborg fyrir ári síðan. Karólína setti sér það markmið að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir eitt ár, nánar tiltekið í október 2020. Hún sagði að markmiðið væri erfitt en raunhæft. Hún stefndi langt og teldi sig geta náð þessu markmiði með góðu móti. Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg. pic.twitter.com/xiJSWUnLgu— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) September 23, 2020 Eins og áður sagði náði Karólína þessu markmiði þegar hún var í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi fyrir viku. Hún átti góðan leik á hægri kantinum, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og átti þátt í fleiri mörkum í 9-0 sigri Íslands. Karólína fékk aftur traustið gegn Svíþjóð, bronsliði síðasta heimsmeistaramóts, í fyrradag. Hún stóð fyrir sínu og gott betur og var hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Karólína var tekin af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka eftir að hafa skilað góðu dagsverki. Leikar fóru 1-1. Karólína lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann Finnland, 0-2, í vináttulandsleik 17. júní á síðasta ári, þá sautján ára. Hún kom inn á sem varamaður fyrir Hlín Eiríksdóttur á 61. mínútu. Karólína er hluti af sterkum 2001-árgangi Íslands. Hún var fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins sem vann Þýskaland, 0-2, í mars á þessu ári. Á þessu tímabili hefur Karólína leikið fimmtán leiki með Breiðabliki í deild og bikar og skorað þrjú mörk. Hún hefur leikið með Blikum undanfarin þrjú ár og varð Íslandsmeistari með þeim 2018. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Fyrir ári setti Karólínu Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Breiðabliks, sér markmið að komast í byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hún náði því en Karólína var í byrjunarliði Íslands í leikjunum gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM og vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu. Í gær setti faðir Karólínu, Vilhjálmur Kári Haraldsson, inn færslu á Twitter þar sem hann deildi markmiði sem dóttir hans setti sér í íþróttasálfræði í Flensborg fyrir ári síðan. Karólína setti sér það markmið að spila A-landsleik í byrjunarliði eftir eitt ár, nánar tiltekið í október 2020. Hún sagði að markmiðið væri erfitt en raunhæft. Hún stefndi langt og teldi sig geta náð þessu markmiði með góðu móti. Að setja sér markmið er mikilvægt. Fyrir ári síðan setti þessi stelpa sér markmið í íþróttasálfræði í Flensborg. pic.twitter.com/xiJSWUnLgu— Vilhjálmur Haralds (@vilhjalmurhrm) September 23, 2020 Eins og áður sagði náði Karólína þessu markmiði þegar hún var í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi fyrir viku. Hún átti góðan leik á hægri kantinum, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og átti þátt í fleiri mörkum í 9-0 sigri Íslands. Karólína fékk aftur traustið gegn Svíþjóð, bronsliði síðasta heimsmeistaramóts, í fyrradag. Hún stóð fyrir sínu og gott betur og var hættulegasti leikmaður íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Karólína var tekin af velli þegar átta mínútur voru til leiksloka eftir að hafa skilað góðu dagsverki. Leikar fóru 1-1. Karólína lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland vann Finnland, 0-2, í vináttulandsleik 17. júní á síðasta ári, þá sautján ára. Hún kom inn á sem varamaður fyrir Hlín Eiríksdóttur á 61. mínútu. Karólína er hluti af sterkum 2001-árgangi Íslands. Hún var fyrirliði íslenska U-19 ára landsliðsins sem vann Þýskaland, 0-2, í mars á þessu ári. Á þessu tímabili hefur Karólína leikið fimmtán leiki með Breiðabliki í deild og bikar og skorað þrjú mörk. Hún hefur leikið með Blikum undanfarin þrjú ár og varð Íslandsmeistari með þeim 2018.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira