Fótbolti

Ítalskur dómari og unnusta hans stunginn til bana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/getty

Það ríkir mikil sorg í knattspyrnuhreyfingunni á Ítalíu þessa daganna eftir að hræðilegar fréttir bárust fyrr í vikunni.

Knattspyrnudómarinn Daniele De Santis var stunginn til bana á heimili sínu. Bæði Santis og unnusta hans, Eleonara Manta, voru stunginn á mánudaginn.

Þau bjuggu í Lecce en De Santis dæmdi í þriðju efstu deild ítalska boltans, C-deildinni. Hann átti að dæma bikarleik í ítalska bikarnum í gær.

Lögreglan rannsakar nú málið en það sem vakti athygli þeirra á myndbandsupptökum frá heimili þeirra er að morðinginn komst á brott með bakpoka á herðum sér.

Santis var 33 ára en Eleonora, unnusta hans, þrítug.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.