Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2020 21:30 Åsa Keim og Joakim Keim koma frá Gautaborg í Svíþjóð. Stöð 2/Einar Árnason. Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Smalamenn á Landmannaafrétti þurfa í ár að fórna þeirri aldagömlu hefð að gista fyrstu nætur í Landmannalaugum. Þess í stað dvelja þeir alla sex dagana í skálum við Landmannahelli þar sem betri aðskilnaður fæst á milli hópa. Smalamenn safna fénu saman í girðingu við fjallið Sátu hjá Landmannahelli á leiðinni til byggða.Stöð 2/Einar Árnason. Passað er upp á sóttvarnir og að óviðkomandi komi ekki of nærri. Okkur leyfðist þannig ekki að fara inn í skálann þar sem ráðskonurnar voru að útbúa nestispakka fyrir gangnafólk. Þess í stað féllust þær á að við ræddum við þær í gegnum opinn glugga. Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, sagði okkur að nestið hefði yfirleitt verið sett í stór box; brauð í einu boxi, kleinur í öðru og svo framvegis. „Og allir hafa grubblað oní boxunum." Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, til hægri. Fyrir aftan eru frá vinstri: Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Húsagarði, Ólafía Sveinsdóttir, Húsagarði, Sveinn Bjarki Markússon, Húsagarði, Dýrfinna Björk Ólafsdóttir, Húsagarði, og Hilda Pálmadóttir frá Læk í Holtum.Stöð 2/Einar Árnason. „En nú pökkum við öllu nesti þannig að hver og einn á bara einn nestispakka. Svo er það þessi endalausa sprittun, sem fer misjafnlega í menn. En þeir hlýða okkur nú samt, flestir mennirnir.“ -Þannig að þið eruð verðirnir, covid-verðirnir? „Ja, þeir segja það, sko,“ svarar ráðskonan Þórhalla og hlær. Fimm erlendir ferðamenn taka þátt í leitunum að þessu sinni, nokkru færri en undanfarin ár, en þeir eiga áhuga á íslenska hestinum sameiginlegan. Ingvar Guðbjörnsson, hobbíbóndi á Heiðarbrún, er leiðsögumaður erlendu ferðamannanna.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta fólk leggur nú töluvert á sig til að koma hingað. Það þarf að fara í sóttkví og tvöfalda skimun,“ segir Ingvar Guðbjörnsson, sem er leiðsögumaður ferðamannanna. „Þannig að þetta er svona ástríða hjá þeim. Og við höfum gagn af þeim. Annars værum við ekki með þau með okkur,“ segir Ingvar. Svisslendingurinn Karl Grau kom til landsins í júníbyrjun til að geta örugglega verið með. Hann sagðist vilja njóta íslenska hestsins við verkefni í náttúrunni en einnig félagsskapar við bændur. „Þetta er í sjötta sinn sem ég fer í fjárleitirnar.“ -Á þessu svæði? „Já,“ svarar Karl sem orðinn er 85 ára gamall. Karl Grau frá Sviss er orðinn 85 ára. Hann kom til Íslands í byrjun júní til að geta örugglega verið með í leitunum í sjötta sinn.Stöð 2/Einar Árnason. Sænsku hjónin Åsa og Joakim Keim frá Gautaborg voru að koma í þriðja sinn í leitir. Þau hrósuðu sérstaklega gestrisni Íslendinganna. „Ohh. Þetta er svo skemmtilegt. Við hlökkum til allt árið,“ segir Åsa. „Þetta er hápunkturinn á árinu að koma hingað,“ segir Joakim. Safnið, sem telur um fjögurþúsund fjár, var í dag rekið að Áfangagili norðan Heklu, þar sem réttað verður á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Hestar Rangárþing ytra Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttir Tengdar fréttir Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Smalamenn á Landmannaafrétti þurfa í ár að fórna þeirri aldagömlu hefð að gista fyrstu nætur í Landmannalaugum. Þess í stað dvelja þeir alla sex dagana í skálum við Landmannahelli þar sem betri aðskilnaður fæst á milli hópa. Smalamenn safna fénu saman í girðingu við fjallið Sátu hjá Landmannahelli á leiðinni til byggða.Stöð 2/Einar Árnason. Passað er upp á sóttvarnir og að óviðkomandi komi ekki of nærri. Okkur leyfðist þannig ekki að fara inn í skálann þar sem ráðskonurnar voru að útbúa nestispakka fyrir gangnafólk. Þess í stað féllust þær á að við ræddum við þær í gegnum opinn glugga. Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, sagði okkur að nestið hefði yfirleitt verið sett í stór box; brauð í einu boxi, kleinur í öðru og svo framvegis. „Og allir hafa grubblað oní boxunum." Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, til hægri. Fyrir aftan eru frá vinstri: Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Húsagarði, Ólafía Sveinsdóttir, Húsagarði, Sveinn Bjarki Markússon, Húsagarði, Dýrfinna Björk Ólafsdóttir, Húsagarði, og Hilda Pálmadóttir frá Læk í Holtum.Stöð 2/Einar Árnason. „En nú pökkum við öllu nesti þannig að hver og einn á bara einn nestispakka. Svo er það þessi endalausa sprittun, sem fer misjafnlega í menn. En þeir hlýða okkur nú samt, flestir mennirnir.“ -Þannig að þið eruð verðirnir, covid-verðirnir? „Ja, þeir segja það, sko,“ svarar ráðskonan Þórhalla og hlær. Fimm erlendir ferðamenn taka þátt í leitunum að þessu sinni, nokkru færri en undanfarin ár, en þeir eiga áhuga á íslenska hestinum sameiginlegan. Ingvar Guðbjörnsson, hobbíbóndi á Heiðarbrún, er leiðsögumaður erlendu ferðamannanna.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta fólk leggur nú töluvert á sig til að koma hingað. Það þarf að fara í sóttkví og tvöfalda skimun,“ segir Ingvar Guðbjörnsson, sem er leiðsögumaður ferðamannanna. „Þannig að þetta er svona ástríða hjá þeim. Og við höfum gagn af þeim. Annars værum við ekki með þau með okkur,“ segir Ingvar. Svisslendingurinn Karl Grau kom til landsins í júníbyrjun til að geta örugglega verið með. Hann sagðist vilja njóta íslenska hestsins við verkefni í náttúrunni en einnig félagsskapar við bændur. „Þetta er í sjötta sinn sem ég fer í fjárleitirnar.“ -Á þessu svæði? „Já,“ svarar Karl sem orðinn er 85 ára gamall. Karl Grau frá Sviss er orðinn 85 ára. Hann kom til Íslands í byrjun júní til að geta örugglega verið með í leitunum í sjötta sinn.Stöð 2/Einar Árnason. Sænsku hjónin Åsa og Joakim Keim frá Gautaborg voru að koma í þriðja sinn í leitir. Þau hrósuðu sérstaklega gestrisni Íslendinganna. „Ohh. Þetta er svo skemmtilegt. Við hlökkum til allt árið,“ segir Åsa. „Þetta er hápunkturinn á árinu að koma hingað,“ segir Joakim. Safnið, sem telur um fjögurþúsund fjár, var í dag rekið að Áfangagili norðan Heklu, þar sem réttað verður á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Hestar Rangárþing ytra Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttir Tengdar fréttir Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56