Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2020 21:30 Åsa Keim og Joakim Keim koma frá Gautaborg í Svíþjóð. Stöð 2/Einar Árnason. Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Smalamenn á Landmannaafrétti þurfa í ár að fórna þeirri aldagömlu hefð að gista fyrstu nætur í Landmannalaugum. Þess í stað dvelja þeir alla sex dagana í skálum við Landmannahelli þar sem betri aðskilnaður fæst á milli hópa. Smalamenn safna fénu saman í girðingu við fjallið Sátu hjá Landmannahelli á leiðinni til byggða.Stöð 2/Einar Árnason. Passað er upp á sóttvarnir og að óviðkomandi komi ekki of nærri. Okkur leyfðist þannig ekki að fara inn í skálann þar sem ráðskonurnar voru að útbúa nestispakka fyrir gangnafólk. Þess í stað féllust þær á að við ræddum við þær í gegnum opinn glugga. Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, sagði okkur að nestið hefði yfirleitt verið sett í stór box; brauð í einu boxi, kleinur í öðru og svo framvegis. „Og allir hafa grubblað oní boxunum." Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, til hægri. Fyrir aftan eru frá vinstri: Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Húsagarði, Ólafía Sveinsdóttir, Húsagarði, Sveinn Bjarki Markússon, Húsagarði, Dýrfinna Björk Ólafsdóttir, Húsagarði, og Hilda Pálmadóttir frá Læk í Holtum.Stöð 2/Einar Árnason. „En nú pökkum við öllu nesti þannig að hver og einn á bara einn nestispakka. Svo er það þessi endalausa sprittun, sem fer misjafnlega í menn. En þeir hlýða okkur nú samt, flestir mennirnir.“ -Þannig að þið eruð verðirnir, covid-verðirnir? „Ja, þeir segja það, sko,“ svarar ráðskonan Þórhalla og hlær. Fimm erlendir ferðamenn taka þátt í leitunum að þessu sinni, nokkru færri en undanfarin ár, en þeir eiga áhuga á íslenska hestinum sameiginlegan. Ingvar Guðbjörnsson, hobbíbóndi á Heiðarbrún, er leiðsögumaður erlendu ferðamannanna.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta fólk leggur nú töluvert á sig til að koma hingað. Það þarf að fara í sóttkví og tvöfalda skimun,“ segir Ingvar Guðbjörnsson, sem er leiðsögumaður ferðamannanna. „Þannig að þetta er svona ástríða hjá þeim. Og við höfum gagn af þeim. Annars værum við ekki með þau með okkur,“ segir Ingvar. Svisslendingurinn Karl Grau kom til landsins í júníbyrjun til að geta örugglega verið með. Hann sagðist vilja njóta íslenska hestsins við verkefni í náttúrunni en einnig félagsskapar við bændur. „Þetta er í sjötta sinn sem ég fer í fjárleitirnar.“ -Á þessu svæði? „Já,“ svarar Karl sem orðinn er 85 ára gamall. Karl Grau frá Sviss er orðinn 85 ára. Hann kom til Íslands í byrjun júní til að geta örugglega verið með í leitunum í sjötta sinn.Stöð 2/Einar Árnason. Sænsku hjónin Åsa og Joakim Keim frá Gautaborg voru að koma í þriðja sinn í leitir. Þau hrósuðu sérstaklega gestrisni Íslendinganna. „Ohh. Þetta er svo skemmtilegt. Við hlökkum til allt árið,“ segir Åsa. „Þetta er hápunkturinn á árinu að koma hingað,“ segir Joakim. Safnið, sem telur um fjögurþúsund fjár, var í dag rekið að Áfangagili norðan Heklu, þar sem réttað verður á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Hestar Rangárþing ytra Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttir Tengdar fréttir Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Smalamenn á Landmannaafrétti þurfa í ár að fórna þeirri aldagömlu hefð að gista fyrstu nætur í Landmannalaugum. Þess í stað dvelja þeir alla sex dagana í skálum við Landmannahelli þar sem betri aðskilnaður fæst á milli hópa. Smalamenn safna fénu saman í girðingu við fjallið Sátu hjá Landmannahelli á leiðinni til byggða.Stöð 2/Einar Árnason. Passað er upp á sóttvarnir og að óviðkomandi komi ekki of nærri. Okkur leyfðist þannig ekki að fara inn í skálann þar sem ráðskonurnar voru að útbúa nestispakka fyrir gangnafólk. Þess í stað féllust þær á að við ræddum við þær í gegnum opinn glugga. Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, sagði okkur að nestið hefði yfirleitt verið sett í stór box; brauð í einu boxi, kleinur í öðru og svo framvegis. „Og allir hafa grubblað oní boxunum." Aðalráðskonan Þórhalla Guðrún Gísladóttir, Þjóðólfshaga, til hægri. Fyrir aftan eru frá vinstri: Árbjörg Sunna Markúsdóttir, Húsagarði, Ólafía Sveinsdóttir, Húsagarði, Sveinn Bjarki Markússon, Húsagarði, Dýrfinna Björk Ólafsdóttir, Húsagarði, og Hilda Pálmadóttir frá Læk í Holtum.Stöð 2/Einar Árnason. „En nú pökkum við öllu nesti þannig að hver og einn á bara einn nestispakka. Svo er það þessi endalausa sprittun, sem fer misjafnlega í menn. En þeir hlýða okkur nú samt, flestir mennirnir.“ -Þannig að þið eruð verðirnir, covid-verðirnir? „Ja, þeir segja það, sko,“ svarar ráðskonan Þórhalla og hlær. Fimm erlendir ferðamenn taka þátt í leitunum að þessu sinni, nokkru færri en undanfarin ár, en þeir eiga áhuga á íslenska hestinum sameiginlegan. Ingvar Guðbjörnsson, hobbíbóndi á Heiðarbrún, er leiðsögumaður erlendu ferðamannanna.Stöð 2/Einar Árnason. „Þetta fólk leggur nú töluvert á sig til að koma hingað. Það þarf að fara í sóttkví og tvöfalda skimun,“ segir Ingvar Guðbjörnsson, sem er leiðsögumaður ferðamannanna. „Þannig að þetta er svona ástríða hjá þeim. Og við höfum gagn af þeim. Annars værum við ekki með þau með okkur,“ segir Ingvar. Svisslendingurinn Karl Grau kom til landsins í júníbyrjun til að geta örugglega verið með. Hann sagðist vilja njóta íslenska hestsins við verkefni í náttúrunni en einnig félagsskapar við bændur. „Þetta er í sjötta sinn sem ég fer í fjárleitirnar.“ -Á þessu svæði? „Já,“ svarar Karl sem orðinn er 85 ára gamall. Karl Grau frá Sviss er orðinn 85 ára. Hann kom til Íslands í byrjun júní til að geta örugglega verið með í leitunum í sjötta sinn.Stöð 2/Einar Árnason. Sænsku hjónin Åsa og Joakim Keim frá Gautaborg voru að koma í þriðja sinn í leitir. Þau hrósuðu sérstaklega gestrisni Íslendinganna. „Ohh. Þetta er svo skemmtilegt. Við hlökkum til allt árið,“ segir Åsa. „Þetta er hápunkturinn á árinu að koma hingað,“ segir Joakim. Safnið, sem telur um fjögurþúsund fjár, var í dag rekið að Áfangagili norðan Heklu, þar sem réttað verður á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Hestar Rangárþing ytra Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttir Tengdar fréttir Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. 22. september 2020 21:56