Fíkniefnaneysla í fangelsum hefur dregist verulega saman Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. september 2020 19:01 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Sjaldan hefur verið eins lítið um fíkniefni í fangelsum landsins og síðustu mánuði. Fangelsismálastjóri hefur þó áhyggjur af mikilli einangrun og iðjuleysi fanga vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Vegna Covid-19 faraldursins hafa heimsóknir í fangelsi landsins verið verulega takmarkaðar og einnig allar ferðir fanga úr fangelsum. Þar á meðal dagsleyfi, vinna og nám utan fangelsa. Þá er boðið upp á AA fundi með fjárfundabúnaði. „Þannig að þjónustan er minni og iðjuleysið er meira og einangrunin meiri og það er auðvitað vont,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Aðgerðirnar séu þó nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að veiran komist inn í fangelsin, enda séu fangar viðkvæmur hópur. „Það eru náttúrulega skelfileg tíðindi sem maður heyrir frá Bandaríkjunum þar sem stórir hópar fanga smitast og það sama höfum við séð á Norðurlöndunum þar sem bæði starfsfólk og skjólstæðingar hafa sýkst í stórum stíl og það hefur haft slæmar afleiðingar. Við viljum komast hjá því ef við getum,“ segir Páll. Hingað til hafi það gengið enda hafi allir staðið saman. Fangar hafi sýnt reglunum mikinn skilning. Einangrunin reynist þó mörgum erfið. „Ég veit þetta er erfitt og við kannski sem eru frjálst fólk og höfum farið í sóttkví, við vitum kannski aðeins betur hvað þeir eru að ganga í gegn um í mörg ár,“ segir Páll. Fangelsin nýta nú aðeins helming fangaplássa vegna faraldursins. Rúmlega 600 manns bíða þess að afplána. „Við vorum reyndar byrjuð að gefa í þegar þessi þriðja hrina fór af stað. um leið og þessu linnir getum við sett fangelsin í fulla virkni,“ segir Páll. Góðu fréttirnar séu þær að minna er um fíkniefni í fangelsunum. „Í fyrstu bylgju sáum við varla fíkniefni í fangelsunum. Þá var allt lokað og engar heimsóknir þannig við sáum varla fíkniefni í fangelsunum í marga mánuði,“ segir Páll og bætir við að það hafi þó aðeins breyst á síðustu vikum. „Það er eitthvað um fíkniefni enda erum við ekki alveg með lokað fyrir heimsóknir en staðan er engu að síður betri en í venjulegu árferði,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira