Innlent

Áslaug Arna má sæta hótunum

Jakob Bjarnar skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún vill ekki tjá sig um hótanirnar en segir slík mál til rannsóknar hjá lögreglu.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Hún vill ekki tjá sig um hótanirnar en segir slík mál til rannsóknar hjá lögreglu. Vísir/vilhelm

Vísir hefur heimildir fyrir því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi mátt sæta hótunum undanfarna daga. Þær hótanir komu fram eftir að egypskri fjölskyldu var synjað um hæli á Íslandi en fjölskyldan er nú í felum. Til stóð að senda hana af landi brott á miðvikudag í síðustu viku. Mikil ólga og mótmæli hafa verið vegna málsins.

Áslaug Arna segir, í stuttu samtali við Vísi, að hún kannist hvorki við að hún sé komin með öryggisvörð eða neyðarhnapp á heimili sitt vegna þessa. En spurð um hvort hún hafi mátt sæta hótunum sagði hún „No komment.“ Og bætti því við að lögreglan (RLS) sæi um rannsókn slíkra mála. Þannig liggur ekki fyrir á þessu stigi hversu alvarlegar hótanirnar eru og/eða hversu alvarlega ber að taka þær. Ekki alvarlegar en svo að dómsmálaráðherra er ekki í sérstakri gæslu öryggisvarða.

DV greindi frá því fyrr í dag að einhver hefur tekið sig til og límt blöð í anddyri fjölbýlishúss hvar heimili Áslaugar Örnu er. Þar getur að líta tvær myndir af börnum sem send hafa verði af landi brott. Þegar tíðindamaður Vísis var þar á ferð í dag höfðu þessar myndir verið teknar niður og var ekki að sjá að neinn sérstök öryggisgæsla væri á svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.