Grípa til aðgerða vegna fjölda smita í Stykkishólmi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. september 2020 12:23 Gripið hefur verið til aðgerða í Stykkishólmi til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Sjö hafa greinst með veiruna í Stykkishólmi en ellefu á Vesturlandi. Vísir/Jóhann K Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Sem stendur eru 93 í sóttkví á Vesturlandi. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundaði með sóttvarnaryfirvöldum á Vesturlandi í dag vegna aukningar kórónuveirutilfella. Þetta kemur fram á vefsvæði bæjarins. Á fundinum var ákveðið að grípa til varúðarráðstafana vegna fjölgunar smita, þær eru þó tímabundnar. Grunnskólinn í Stykkishólmi tekur, frá og með morgundegi, upp hólfaskiptingu og þurfa nemendur í 1. -7. bekk að koma með hádegismat að heiman. Skólastarf hefst kl. 10:00 þar sem töluverðar tilfæringar þurfa að eiga sér stað innan stofnunarinnar. Þá verður einnig tekin upp hólfaskipting á Leikskólanum í Stykkishólmi en starfstími verður óbreyttur. Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á dvalarheimili aldraðra. Heimsóknarbann á einnig við um búseturéttaríbúðir. Ráðhús Stykkishólmsbæjar hefur verið lokað tímabundið fyrir gestum og þá mun starfsemi félagsmiðstöðvarinnar leggjast af fram yfir helgi. Íbúum er bent á að fylgjast vel með tilkynningum frá skólum og stofnunum Stykkishólmsbæjar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Sjö eru nú í einangrun með kórónuveiruna í Stykkishólmi en á Vesturlandi öllu eru ellefu með veiruna. Alls voru 18 í sóttkví í Stykkishólmi í gær en búist er við töluverðri fjölgun fólks í sóttkví eftir því sem störfum smitrakningarteymis vindur fram í dag. Sem stendur eru 93 í sóttkví á Vesturlandi. Umfangsmeiri skimun er í nú í undirbúningi í Stykkishólmi. Viðbragðsteymi Stykkishólmsbæjar fundaði með sóttvarnaryfirvöldum á Vesturlandi í dag vegna aukningar kórónuveirutilfella. Þetta kemur fram á vefsvæði bæjarins. Á fundinum var ákveðið að grípa til varúðarráðstafana vegna fjölgunar smita, þær eru þó tímabundnar. Grunnskólinn í Stykkishólmi tekur, frá og með morgundegi, upp hólfaskiptingu og þurfa nemendur í 1. -7. bekk að koma með hádegismat að heiman. Skólastarf hefst kl. 10:00 þar sem töluverðar tilfæringar þurfa að eiga sér stað innan stofnunarinnar. Þá verður einnig tekin upp hólfaskipting á Leikskólanum í Stykkishólmi en starfstími verður óbreyttur. Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á dvalarheimili aldraðra. Heimsóknarbann á einnig við um búseturéttaríbúðir. Ráðhús Stykkishólmsbæjar hefur verið lokað tímabundið fyrir gestum og þá mun starfsemi félagsmiðstöðvarinnar leggjast af fram yfir helgi. Íbúum er bent á að fylgjast vel með tilkynningum frá skólum og stofnunum Stykkishólmsbæjar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stykkishólmur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira