„Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 21:52 Beðið eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Vísir/Vilhelm Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Verkefnastjóri sýnatöku segir að grettistaki hafi verið lyft í dag en býst við því að hægist um á morgun. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sér um sýnatöku fyrir þá sem eru með einkenni Covid-19, auk seinni landamæraskimunar og skimunar í sóttkví. Agnar Darri Sverrisson verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni segir í samtali við Vísi að fyrra sýnatökumetið hafi verið rækilega slegið í dag. „Við tókum 3.009 sýni í dag og erum að fara um 50 prósent upp. Það mesta sem við höfum tekið áður var 2.100,“ segir Agnar. Hann segir að sýnatakan á Suðurlandsbraut 34 hafi gengið afar vel í dag. Um 20 starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta í morgun til um átta í kvöld. „Við náðum okkar markmiði. Okkar eina markmið var að allir sem þyrftu kæmust að og að menn þyrftu að bíða lítið. Þetta gekk rosalega smurt, nánast engar raðir. Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við,“ segir Agnar. Hann segir að það sé tilfinning þeirra sem sjá um sýnatökurnar að búið sé að ná utan um þær sýkingar sem rekja má til öldurhúsa í miðbænum og verið hafa áberandi síðustu daga. Það líti þannig út fyrir að ekki þurfi að vinna fram eftir við sýnatöku á morgun og næstu daga, líkt og gert var í dag. „Heldur getum við komið öllum inn á þessum venjulega tíma, átta til fjögur. En það er eins og staðan er núna. Auðvitað kemur það í ljós á morgun, þetta gæti breyst,“ segir Agnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07 Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Alls voru 3.009 sýni fyrir kórónuveirunni tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Aldrei hafa fleiri farið í sýnatöku á einum degi, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Verkefnastjóri sýnatöku segir að grettistaki hafi verið lyft í dag en býst við því að hægist um á morgun. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sér um sýnatöku fyrir þá sem eru með einkenni Covid-19, auk seinni landamæraskimunar og skimunar í sóttkví. Agnar Darri Sverrisson verkefnastjóri sýnatöku hjá heilsugæslunni segir í samtali við Vísi að fyrra sýnatökumetið hafi verið rækilega slegið í dag. „Við tókum 3.009 sýni í dag og erum að fara um 50 prósent upp. Það mesta sem við höfum tekið áður var 2.100,“ segir Agnar. Hann segir að sýnatakan á Suðurlandsbraut 34 hafi gengið afar vel í dag. Um 20 starfsmenn voru á vakt á hverjum tíma frá átta í morgun til um átta í kvöld. „Við náðum okkar markmiði. Okkar eina markmið var að allir sem þyrftu kæmust að og að menn þyrftu að bíða lítið. Þetta gekk rosalega smurt, nánast engar raðir. Þegar sóttvarnalæknir lætur heyra í sér þá hlustum við,“ segir Agnar. Hann segir að það sé tilfinning þeirra sem sjá um sýnatökurnar að búið sé að ná utan um þær sýkingar sem rekja má til öldurhúsa í miðbænum og verið hafa áberandi síðustu daga. Það líti þannig út fyrir að ekki þurfi að vinna fram eftir við sýnatöku á morgun og næstu daga, líkt og gert var í dag. „Heldur getum við komið öllum inn á þessum venjulega tíma, átta til fjögur. En það er eins og staðan er núna. Auðvitað kemur það í ljós á morgun, þetta gæti breyst,“ segir Agnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07 Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44 Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Forsætisráðherra ekki með veiruna Frá þessu greinir Katrín á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum en hún fór í Covid-sýnatöku vegna veikinda í dag. 22. september 2020 18:07
Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Gangi allt eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 22. september 2020 17:44
Ekki þótti tilefni til að sekta frönsku ferðamennina Frönsku ferðamennirnir tveir, sem tengdir eru við mörg tilfelli kórónuveirunnar sem greinst hafa hér á landi síðustu daga, brutu ekki einangrun. 22. september 2020 17:40