Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íþróttadeild skrifar 22. september 2020 20:16 Sara Björk Gunnarsdóttir hélt góðan liðsfund inni á vellinum í fyrri hálfleik. vísir/vilhelm Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli í F-riðli undankeppni EM 2022 í kvöld. Anna Anvegård kom Svíum í 1-0 á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðið lék virkilega vel í seinni hálfleik og jafnaði verðskuldað á 60. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði þá eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Elín Metta var nálægt því að tryggja íslenska liðinu sigur á 78. mínútu en skaut í slá. Sara spilaði frábærlega á miðju íslenska liðsins í sínum 133. landsleik. Hún jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, Sveindís og Elín Metta áttu einnig skínandi góðan leik. Byrjunarliðið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7Hafði meira að gera en í öllum hinum leikjunum í undankeppninni til samans. Átti fínan leik og varði frábærlega frá Anvegård í seinni hálfleik. Fékk á sig mark á nærstöngina en skotið var gott. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 6Átti ágætis spretti fram völlinn en lenti stundum í vandræðum þegar Svíar tvöfölduðu á hana. Eins og nánast allar í íslenska liðinu lék Gunnhildur betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Frábær frammistaða hjá Glódísi. Alltaf hægt að treysta á góða frammistöðu hjá henni með landsliðinu. Sýnikennsla í leiklestri og með frábæra sendingagetu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Stóð illa á Anvegård í marki Svía. Spilaði mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Hefði mátt setja meiri og betri pressu á Sofie Jakobsson í aðdraganda fyrsta marksins og í nokkrum öðrum tilvikum. Var fín með boltann og hornspyrnur hennar sköpuðu mikla hættu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7Hættulegasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Átti nokkra góða spretti og sýndi að hún er klár í að spila á stærsta sviðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 9 - maður leiksins Góð í fyrri hálfleik, frábær í þeim seinni. Alvöru fyrirliðaframmistaða í tímamótaleiknum. Skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af. Færði sig framar í seinni hálfleik og dreif íslenska liðið áfram. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7Komst ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik og var aðallega í eltingarleik. Vann sig virkilega vel inn í leikinn í seinni hálfleik og varð betri með hverri mínútunni. Virtist geta spilað í hálftíma í viðbót. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7Líkt og Alexandra sást Dagný ekki mikið í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni. Gríðarlega öflug í loftinu og í návígum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Þvílíkur gimsteinn. Lagði upp jöfnunarmarkið með einu af sínum fjölmörgu löngu innköstum. Gríðarlega dugleg og átti góða spretti. Meira áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Er komin til að vera í landsliðinu. Elín Metta Jensen, framherji 8Hélt áfram þeim góða sið að skora í öllum leikjum í undankeppninni. Var vel vakandi og stakk sér fram fyrir markvörð Svía og skallaði boltann í netið. Vann vel og reyndi alltaf að búa eitthvað til. Varamenn Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Karólínu á 82. mínútu Hættuleg á hægri kantinum. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Elínu Mettu á 86. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli í F-riðli undankeppni EM 2022 í kvöld. Anna Anvegård kom Svíum í 1-0 á 33. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Íslenska liðið lék virkilega vel í seinni hálfleik og jafnaði verðskuldað á 60. mínútu. Elín Metta Jensen skoraði þá eftir langt innkast Sveindísar Jane Jónsdóttur. Elín Metta var nálægt því að tryggja íslenska liðinu sigur á 78. mínútu en skaut í slá. Sara spilaði frábærlega á miðju íslenska liðsins í sínum 133. landsleik. Hún jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu í dag. Glódís Perla Viggósdóttir, Sveindís og Elín Metta áttu einnig skínandi góðan leik. Byrjunarliðið Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7Hafði meira að gera en í öllum hinum leikjunum í undankeppninni til samans. Átti fínan leik og varði frábærlega frá Anvegård í seinni hálfleik. Fékk á sig mark á nærstöngina en skotið var gott. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hægri bakvörður 6Átti ágætis spretti fram völlinn en lenti stundum í vandræðum þegar Svíar tvöfölduðu á hana. Eins og nánast allar í íslenska liðinu lék Gunnhildur betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8Frábær frammistaða hjá Glódísi. Alltaf hægt að treysta á góða frammistöðu hjá henni með landsliðinu. Sýnikennsla í leiklestri og með frábæra sendingagetu. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 7Stóð illa á Anvegård í marki Svía. Spilaði mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 6Hefði mátt setja meiri og betri pressu á Sofie Jakobsson í aðdraganda fyrsta marksins og í nokkrum öðrum tilvikum. Var fín með boltann og hornspyrnur hennar sköpuðu mikla hættu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, hægri kantmaður 7Hættulegasti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Átti nokkra góða spretti og sýndi að hún er klár í að spila á stærsta sviðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 9 - maður leiksins Góð í fyrri hálfleik, frábær í þeim seinni. Alvöru fyrirliðaframmistaða í tímamótaleiknum. Skoraði undir lok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af. Færði sig framar í seinni hálfleik og dreif íslenska liðið áfram. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður 7Komst ekki í takt við leikinn í fyrri hálfleik og var aðallega í eltingarleik. Vann sig virkilega vel inn í leikinn í seinni hálfleik og varð betri með hverri mínútunni. Virtist geta spilað í hálftíma í viðbót. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 7Líkt og Alexandra sást Dagný ekki mikið í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni. Gríðarlega öflug í loftinu og í návígum. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri kantmaður 8Þvílíkur gimsteinn. Lagði upp jöfnunarmarkið með einu af sínum fjölmörgu löngu innköstum. Gríðarlega dugleg og átti góða spretti. Meira áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri. Er komin til að vera í landsliðinu. Elín Metta Jensen, framherji 8Hélt áfram þeim góða sið að skora í öllum leikjum í undankeppninni. Var vel vakandi og stakk sér fram fyrir markvörð Svía og skallaði boltann í netið. Vann vel og reyndi alltaf að búa eitthvað til. Varamenn Hlín Eiríksdóttir kom inn á fyrir Karólínu á 82. mínútu Hættuleg á hægri kantinum. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á fyrir Elínu Mettu á 86. mínútuSpilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu