Aldrei fleiri sýni tekin á einum degi Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2020 17:44 Frá sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Allt stefnir í að í dag verði sett met í fjölda sýna. Þetta segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Ef allt gangi eftir verða á sjötta þúsund sýni tekin í dag. 38 greindust með veiruna í gær og 30 á sunnudag. Víðir segir of snemmt að segja til um hvort faraldurinn sé í rénun. Alls hafa þá 202 greinst innanlands síðustu fjóra sólarhringa. „Það er allt of snemmt að segja, við erum búin að vera 30 til 38 síðustu daga. Við þurfum aðeins að sjá til. Við erum að taka væntanlega algjöran metfjölda sýna í dag. Dagurinn í dag gefur okkur skýra mynd. Við erum að sjá nokkra daga í viðbót til að álykta um þetta.“ Áætlað er að taka um og yfir 5000 sýni í dag. Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mun vinna fram eftir kvöldi til að koma öllum að í sýnatöku. „Það er áætlað að örugglega í kringum 5000 eða meira mæti í sýnatöku. Sem er það mesta sem nokkurn tímann hefur verið tekið í faraldrinum. Ef allt gengur upp í dag verður þetta á sjötta þúsund sýni.“ En af hverju er verið að taka svona mörg sýni í dag? „Þetta er blanda af því að það er greinilega í gangi einhverjar pestir þar sem töluvert mikið af fólki er með einkenni. Síðan hitt að það er mikil ásókn í að komast í sýnatöku. Það eru rúmlega 2000 manns komið í sóttkví og mikið af fólki í kringum þann hóp sem vill fá staðfestingu á að það sé ekki með Covid,“ segir Víðir og bætir við að það sé jákvætt hve auðvelt sé að fá fólk í sýnatöku. Víðir er sjálfur í sóttkví og segir heilsuna góða. „Ég finn ekki fyrir neinu og er bara heima að vinna. Ég fer í sýnatöku á morgun samkvæmt þessari sjö daga reglu. Ef að niðurstaðan verður neikvæð verð ég laus allra mála en fólk er samt hvatt til að sýna árvekni næstu sjö daga eftir sýnatökuna. Þannig að maður gerir ekki hvað sem er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira