Erlent

Hafa leyst ráð­gátuna um dauðu fílana

Atli Ísleifsson skrifar
Flestir fílanna fundust við ósa Okavango.
Flestir fílanna fundust við ósa Okavango. EPA

Yfirvöld í Afríkuríkinu Botsvana segja að örþörungar – svokallaðir bláþörungar – hafi valdið umfangsmiklum og áður óútskýrðum fíladauða í landinu. Fjölmiðlar höfðu áður fjallað um dularfullan dauða hundruða fíla í landinu.

Um þriðjung fíla í Afríku er að finna í Botsvana, en þeim hefur farið stöðugt fækkandi síðustu ár.

Sagt var frá miklum fjölda fílahræja við ósa Okavango-fljótsins í maí og júní, þar sem útilokað þótti að veiðiþjófar hafi verið að verki, enda voru fílabeinin enn til staðar. Voru hræin um 330 talsins.

Margir fílanna fundust dauðir nærri vatnsbólum.EPA

Bláþörungar skera sig að talsverðu leyti úr öllum öðrum fylkingum þörunga og teljast þeir ekki lengur til ríkis þörungaríkisins heldur baktería.

Sagt er frá niðurstöðunum eftir margra vikna rannsóknir sem gerðar voru í Suður-Afríku, Kanada, Simbabve og Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC.

Margir fílanna fundust nærri vatnsbólum. Áður höfðu fulltrúar yfirvalda efast um það að bláþörungum væri um að kenna þar sem bláþörungarnir lifa jafnan í jaðri tjarna á meðan fílar drekka úr tjörnunum miðjum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.