Forsætisráðherra sagður flytja falsfréttir til að fegra frammistöðu VG í málefnum flóttafólks Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2020 10:54 Sótt er að Katrínu úr öllum áttum og hún sökuð um að viðhafa blekkingar til að fegra stöðu Vinstri grænna í málefnum flóttafólks. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mátt sæta mikilli gagnrýni vegna línurits sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Línuritið birtir hún til að sýna það og sanna að það skipti flóttafólk verulegu máli að Vinstri græn séu í ríkisstjórn. Í athugasemdum við færsluna hefur þetta verið gagnrýnt harkalega, og sagt að þetta fái hreinlega ekki staðist. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er þeirra á meðal og ber brigður á þennan málflutning. „Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjósenda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir samkennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við tölfræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagnstæða.“ Ýmsar ástæður en ekki vera Vg í ríkisstjórn Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands, ritaði grein á Vísi þar sem hann fer í saumana á tölfræðinni sem forsætisráðherra birtir. Hann segir fyrirliggjandi að Katrín teygi sig langt þegar hún vill eigna VG heiður af jákvæðari afgreiðslu Útlendingastofnunar. „Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um,“ skrifar Gunnar Smári og bendir á aukinn þrýsting almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. „Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.“ Friðþæging fyrir stuðingsfólk Nú í morgun birti Vísir svo grein eftir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson félaga í Samfylkingunni. Hann sakar forsætisráðherra um blekkingarleik. Pistill forsætisráðherra er settur „fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands,“ skrifar Óskar Steinn og segir athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. „Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Katrín sökuð um blekkingar Óskar Steinn segir, líkt og Gunnar Smári, að ytri aðstæður skýri hækkun sem teikna megi inn á línurit. Hann segir jafnframt að þó framsetning forsætisráðherra falli í kramið hjá stuðningsfólki flokksins „sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið“ þá sé um blekkingu að ræða. Í kjölfar faraldurs settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og sum lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Því hlaut Útlendingastofnun að taka til meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. „Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar.“ Óskar Steinn lýkur grein sinni á því að segja umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu „að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mátt sæta mikilli gagnrýni vegna línurits sem hún birti á Facebooksíðu sinni. Línuritið birtir hún til að sýna það og sanna að það skipti flóttafólk verulegu máli að Vinstri græn séu í ríkisstjórn. Í athugasemdum við færsluna hefur þetta verið gagnrýnt harkalega, og sagt að þetta fái hreinlega ekki staðist. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er þeirra á meðal og ber brigður á þennan málflutning. „Þú veist jafn vel og ég Katrín að fjöldi kjósenda kaus þig og þinn flokk vegna þess að þau trúðu að þú hefðir samkennd með fólki og myndir ekki skýla þér á bak við tölfræði þegar á reyndi fyrir börn af holdi og blóði. Þessi póstur þinn sannar því miður enn og aftur hið gagnstæða.“ Ýmsar ástæður en ekki vera Vg í ríkisstjórn Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og félagi í Sósíalistaflokki Íslands, ritaði grein á Vísi þar sem hann fer í saumana á tölfræðinni sem forsætisráðherra birtir. Hann segir fyrirliggjandi að Katrín teygi sig langt þegar hún vill eigna VG heiður af jákvæðari afgreiðslu Útlendingastofnunar. „Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um,“ skrifar Gunnar Smári og bendir á aukinn þrýsting almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. „Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.“ Friðþæging fyrir stuðingsfólk Nú í morgun birti Vísir svo grein eftir Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson félaga í Samfylkingunni. Hann sakar forsætisráðherra um blekkingarleik. Pistill forsætisráðherra er settur „fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands,“ skrifar Óskar Steinn og segir athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. „Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Katrín sökuð um blekkingar Óskar Steinn segir, líkt og Gunnar Smári, að ytri aðstæður skýri hækkun sem teikna megi inn á línurit. Hann segir jafnframt að þó framsetning forsætisráðherra falli í kramið hjá stuðningsfólki flokksins „sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið“ þá sé um blekkingu að ræða. Í kjölfar faraldurs settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og sum lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Því hlaut Útlendingastofnun að taka til meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. „Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar.“ Óskar Steinn lýkur grein sinni á því að segja umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu „að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira