VG hefur engin góð áhrif haft á málefni flóttafólks Gunnar Smári Egilsson skrifar 18. september 2020 08:00 Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifaði status á Facebook í gær þar sem hún hélt því fram að straumhvörf hefðu orðið í meðferð Útlendingastofnunar á umsóknum um vernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eftir að VG myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Katrín rakti með grafi hvernig synjunum hafði fækkað frá 2015 sem hlutfalli af afgreiddum málum og samþykktum þar með fjölgað. Ef við skiptum tímabilinu í tvennt, 2015-17 áður en VG kom í ríkisstjórn, og 2018-20 eftir að VG gekk inn í stjórn, þá er það rétt að á fyrra tímabilinu var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 27% en 60% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 13% á fyrra tímabilinu en 30% á síðara. En er þetta VG að þakka? Sumt fólk hætt að koma og sækja um Það er ýmislegt ólíkt með þessu tímabilum. Fyrir það fyrsta dró verulega úr umsóknum frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu, en á fyrra tímabilinu höfðu að meðaltali 491 sótt um vernd frá þessum löndum en aðeins 121 á því síðara. Þetta hefur mikil áhrif á samanburðinn sem Katrín sýndi, þar sem lang stærstum hluta þessara umsókna var hafnað. Ef við drögum þessi þrjú lönd frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 69% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 41% á síðara. Vensúela breytir miklu Annað frávik er fólk frá Venesúela. Það sótti ekki um hæli á fyrra tímabilinu en síðustu tvö ár hefur fleira fólk frá Venesúela fengið hér hæli en frá nokkru öðrum landi. Undanfarið hefur fleira fólk frá Suður-Ameríku fengið vernd en frá Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og austur til Afganistan og Pakistan, því svæði sem logað hefur af átökum undanfarin ár. En það er ekki bara fjöldinn sem er sérstakur við Venesúela heldur það að svo til allir þaðan fá vernd, 290 af 292 sem sótt hafa um. Ef við drögum Venesúela eining frá samtölunni breytist samanburðurinn aftur. Ef við tökum þessi fjögur lönd, Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu, frá samanburðinum hennar Katrínar þá var hlutfall samþykkta af þeim málum sem tekin voru til efnislegrar meðferðar 64% á fyrra tímabilinu en 61% á því síðara. Og ef við tökum hlutfall samþykkta af öllum málum þá var það 28% á fyrra tímabilinu en 32% á síðara. Ekkert batnað hjá VG Það hefur því ekkert breyst hjá útlendingastofnun þótt VG hafi gengið inn í ríkisstjórn, mál eru þar afgreidd meira og minna með sama hætti. Stærsta breytingin er annars vegar að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu hefur gefist upp á að sækja hér um hæli og hins vegar hefur Útlendingastofnun, mögulega með þrýstingi frá utanríkisráðuneytinu, ákveðið að veita svo til öllum frá Venesúela vernd. Fólk frá öðrum landsvæðum, ekki síst frá stríðshrjáðum löndum í Miðausturlöndum og nágrenni fær sama viðmót og fyrr. Ef við tökum svæðið frá Norður-Afríku í gegnum Mið-Austurlönd og Kákasus og til Afganistan og Pakistan þá var hlutfall samþykktra umsókna sem komu til efnislegrar meðferðar 66% á fyrra tímabilinu en 67% eftir að VG kom í ríkisstjórn. Hlutfall af öllum umsóknum fór úr 24% í 36%. Allt aðrar skýringar en mikilvægi VG En þeim hefur fjölgað sem hafa fengið vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það má sjá jafnvel þótt við tökum Venesúela frá. Leyfi til fólks frá öðrum löndum en Venesúela, Albaníu, Makedóníu og Georgíu fjölgaði úr 105 að meðaltali á ári 2015-17 upp í 230 að meðaltali á ári 2018-20. En meginástæðan er að fleira fólk sótti um, ársmeðaltalið fór úr 374 í 712. Af fjölgun veittra leyfa um 125 má rekja 95 til fjölgunar umsókna en 30 til þess að fleiri umsóknir fengu jákvæða afgreiðslu. Það er því ljóst að Katrín Jakobsdóttir teygði sig langt þegar hún vildi eigna VG heiðurinn af jákvæðari afgreiðslu útlendingastofnunar. Meginástæða breytinganna er að fólk frá Albaníu, Makedóníu og Georgíu kemur síður til landsins og að fólk frá Venesúela virðist fá sjálfkrafa vernd. Meginástæða þess að fleira flóttafólk fær vernd er síðan annars vegar afgreiðsla á umsóknum frá Venesúela og hins vegar að fleiri sækja nú um. Og svo aukinn þrýstingur almennings á stjórnvöld um aukna mannúð. Það er ekki hægt að merkja nein áhrif af veru VG í ríkisstjórn á stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Þannig er það.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun