Innlent

Bein út­sending: Mikil­vægi nor­rænnar sam­vinnu

Atli Ísleifsson skrifar
Markmið dagsins er að styrkja og gera sýnilegt menningarsamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands.
Markmið dagsins er að styrkja og gera sýnilegt menningarsamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands.

Vestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur í dag og verður deginum fagnað í Norræna húsinu í ár. Markmið dagsins er að styrkja og gera sýnilegt menningarsamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands.

Milli klukkan 12:30 og 13:30 í dag fer fram umræðufundur um mikilvægi vestnorrænnar samvinnu með þátttöku Silju Daggar Gunnarsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, samstarfsráðherra Norðurlanda.

Bogi Ágústsson fréttamaður mun stýra umræðum, en hægt verður að fylgjast með umræðunum í spilaranum að neðan.

Klukkan 17 verður kastljósinu svo beint að ungmennum á vestnorræna svæðinu og hvernig þau upplifi tungumálið sem hluta af sinni sjálfsmynd og framtíðaráformum. Meðal þátttakenda á fundinum verður fagfólk á sviði tungumála, listamaðurinn Kristinn Óli Haraldsson (Króli) og litháískur menntaskólanemi sem hefur búið á Íslandi í fjögur ár.

Kl. 17.00-18.30 – Umræðufundur um tengsl tungumála við sjálfsmynd og framtíðarhorfur ungs fólks. Erindi frá neðangreindum og pallborðsumræður. Jói P og Króli taka lagið í lokin.

  • Kveðja frá Vestnorræna ráðinu – Guðjón S. Brjánsson, formaður Vestnorræna ráðsins.
  • Myndbandskveðja frá ungmennum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum
  • Tölvuleikurinn Talerum og tengsl tungumála á Vestur-Norðurlöndum - Auður Hauksdóttir, prófessor emerita í dönsku við HÍ
  • Notum íslenskuna óhikað – Kristinn Óli S. Haraldsson (Króli), listamaður
  • Almannarómur og samrómur ungmenna - Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms – miðstöðvar máltækni
  • Ljóð um íslenskuna – Fríða Ísberg, rithöfundur og ein tilnefndra til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020
  • Að vera innflytjandi á Íslandi: vangaveltur um máltöku, sjálfsmynd og viðhorf – Stefanie Bade, doktorsnemi í íslenskri málfræði og stundakennari við HÍ
  • Hvað segi ég gott eftir fjögur ár á Íslandi? - Gedvinas Švarnas Gedminas, 16 ára menntaskólanemi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×