Stærð smitrakningarteymisins nálgast það sem var í fyrstu bylgju Sylvía Hall skrifar 20. september 2020 21:43 Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Vel gengur að rekja þau smit sem hafa greinst undanfarna daga og hefur smitrakningateymið náð að setja í sig í samband við nær alla sem þurfa í sóttkví. Ákveðið var að fá fleiri inn í smitrakningateymið þegar útlit var fyrir að smitum færi fjölgandi. „Fjöldi þeirra sem þurfti að rekja var orðinn slíkur að hali myndaðist í smitrakningunni og þurfti að kalla fólk hratt inn,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við Vísi. Nokkrir tugir vinna nú að smitrakningu, þar á meðal lögreglumenn frá embættum í öllum landshlutum og hjúkrunarfræðingar frá landlæknisembættinu og Landspítalanum. Stærð smitrakningateymisins nálgast það sem var á hápunkti faraldursins í fyrstu bylgjunni en ekki var þörf á því þegar færri smit voru að greinast. „Á tímabili þegar var sem rólegast, þá voru mjög fáir að vinna í smitrakningu. Það eru nokkrir tugir að vinna að smitrakningu núna.“ Tæknilausnirnar hafa komið sterkar inn, sama hvort það sé í smitrakningu eða þegar einn af þríeykinu fer í sóttkví.Lögreglan Tæknilausnir hafa auðveldað smitrakninguna Að sögn Jóhanns skiptir það sköpum að lögregluembættin geti séð af mannskap í smitrakningu. „Það er ótrúlega þakklátt að embættin geti séð af mannskap í þessu verkefni þegar þau verða jafn brýn og raun bar vitni þegar þriðja bylgjan fór af stað.“ Hann segir mun auðveldara að rekja smit nú en í upphafi, enda hafi mikill lærdómur verið dreginn af fyrstu bylgju faraldursins. Þá séu tæknimálin mun betri þá en nú sem geri ferlið skilvirkara. „Tölvukerfi og hugbúnaðarlausnir hafa gert smitrakninguna mun auðveldari. Fyrst þegar farið var af stað um mánaðamótin febrúar og mars voru menn með excel-skjöl og svo færa inn í gagnagrunn. Nú er þetta orðið meira sjálfkrafa, símtalið sem smitrakningateymið tekur er stutt og svo fer sjálfvirk keðja af stað,“ segir Jóhann. Því fær fólk tölvupóstskeyti og upplýsingar í Heilsuveru ef þörf er á. Þá segir hann áherslu lagða á að fólk fari í skimun. „Við erum að hvetja til þess að fólk sem telur sig vera útsett fyrir smiti eða finnur fyrir einkennum að skrá sig í skimun á Heilsuveru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52 Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur. 20. september 2020 14:52
Víðir í sóttkví eftir viðtal á Rás 2 Starfsmaður Rásar 2 greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi og hafa sex starfsmenn og nokkrir viðmælendur verið sendir í sóttkví. 20. september 2020 14:00