Fótbolti

Kjartan ekki í leik­manna­hópnum sem vakti at­hygli eftir um­mælin um síðustu helgi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kjartan Henry í 1. umferðinni gegn AGF.
Kjartan Henry í 1. umferðinni gegn AGF. vísir/getty

Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi Vejle sem vann 4-1 sigur á öðru Íslendingaliði, SönderjyskE, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta vakti athygli margra enda Kjartan talinn einn af betri leikmönnum liðsins og er einn reynslumesti leikmaður liðsins sem kom upp úr dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð.

Kjartan Henry var á bekknum í fyrstu umferðinni gegn AGF á útivelli og eftir leikinn var hann tekinn í sjónvarpsviðtal þar sem hann sagðist ósáttur með að hafa byrjað á bekknum.

„Við erum með eiganda sem hefur keypt nýja leikmenn og þeir fá tækifæri til að sýna hvað þeir geta. Það er undir mér komið að sýna hvað ég get þegar ég fæ tækifæri til. Ég er vissulega orðinn aðeins eldri en er enn í góðu formi og var markahæstur á síðustu leiktíð. Finnst að ég eigi skilið aðeins meira traust en þetta,“ sagði Kjartan.

Hann var síðar meir í viðtali við BT þar sem hann sagðist ekki hafa átt að segja eigandinn heldur félagið sjálft. Hann dró þó ekki í land að vera pirraður yfir því að vera á bekknum.

Það vakti athygli margra þegar það kom í ljós að Kjartan væri ekki í leikmannahópnum og á heimasíðu Vejle stóð ekkert um meiðsli Kjartans. Danskir fjölmiðlar hafa enn ekki greint frá því afhverju Kjartan var ekki í hópnum þegar þetta er skrifað.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.